Hús dagsins: Eiðsvallagata 3

Þann 17.september 1928PA310012 kom Bygginganefnd Akureyrarbæjar saman á fundi. Meðal erinda var afgreiðsla bréfs frá Magnúsi Einarssyni organista þar sem hann fór fram á að fá “...leigða lóð norðan Eiðsvallagötu og austan Norðurgötu, næstu lóð austan við hornlóðina [ innskot: þar er átt við lóðina Eiðsvallagötu 1 en þar var ekki risið hús enn ] að fá að byggja á henni íbúðarhús úr steinsteypu, tvílypt á lágum grunni, að ummáli 8,6x7,6m . (Bygg.nefnd Akureyrarbæjar 1928) Magnús fékk lóðina og leyfið og líklega hófst bygging vorið eftir. Eiðsvallagata 3 mun því vera elsta húsið við Eiðsvallagötuna , byggt 1929. Magnús reisti þetta hús líklega í félagi með Baldvini Júníussyni en árið 1930 eru tveir skráðir þarna til heimilis ásamt fjölskyldum sínum, alls 8 manns. Þannig hafa tvær íbúðir verið í húsinu í upphafi. En húsið er sem áður segir, tvílyft steinsteypuhús á lágum grunni en neðri hæð eilítið niðurgrafin og með háu risi. Á austurhlið er inngönguhús á efri hæð með tröppum en miklar svalir á vesturhlið en bílskúr við norðurhlið. Allt er það tilkomið eftir aldamótin 2000 og upprunalega var lægra ris á húsinu en nú er. Nýlegir sexrúðupóstar eru í gluggunum. Húsið hefur eftir því sem ég best veit alla tíð verið íbúðarhús og þarna hafa margir búið, átt og leigt. Svona eins og gengur og gerist með hús á níræðisaldri. Ekki er ég frá því að húsið hafi um eitthvert skeið verið einbýli en í dag eru í því tvær íbúðir, líkt og í upphafi, ein á neðri hæð og önnur í hæð og risi. Húsið er nýlega uppgert bæði að utan og innan og er til mikillar prýði í umhverfi sínu og frágangur allur til fyrirmyndar a.m.k. að mati undirritaðs.Þessi mynd er tekin þ. 31.október 2014. 

 

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar: Fundargerðir 1921-30. Fundur nr. 619. Óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri. (Nefndarmenn: Jón Sveinsson, Sigurður Bjarnason, Hallgrímur Davíðsson, Erlingur Friðjónsson, Halldór Halldórsson og Sigtryggur Jónsson.)

 

Manntal á Akureyri 1930. Óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

 


Bloggfærslur 13. nóvember 2014

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 412
  • Frá upphafi: 420112

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 302
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband