Hús dagsins: Eiðsvallagata 4

 Árið 1934 fengu þeir Óli Konráðsson, Ólafur Jakobsson og Ingvar Ólafsson leyfi til að reisa íbúðarhús “næst austan við hornhús fyrirhugað, austan Glerárgötu og sunnan Eiðsvallagötu”. P9080001Umrætt hornhús hefur að öllum líkindum átt að vera Eiðsvallagata númer 2. En hús þeirra Óla, Ólafs og Ingvars er Eiðsvallagata númer 4 og er efsta húsið við götuna og stendur örfáa metra frá götubrún Glerárgötu Eiðsvallagata 4 er tvílyft steinsteypuhús með lágu risi og á lágum grunni og þverpóstum í gluggum. Húsið er byggt eftir teikningum Tryggva Jónatanssonar en hann mætti kalla einn af "stóru nöfnunum" í byggingasögu Akureyrar en mörg hús á Oddeyrinni eru hans hönnun. Fyrstu árin var starfrækt nótastofa á neðri hæð hússins en á efri hæð bjó Óli Konráðsson ásamt fjölskyldu sinni. Teikningar af húsinu gera einmitt ráð fyrir slíkri starfsemi á neðri hæð. Hversu lengi netaverkstæðið var starfrækt þarna er mér ókunnugt um en 1.maí 1946 auglýsir Óli nótaverkstæði sitt í nýbyggðri Nótastöð norðarlega á Oddeyrinni. En húsið hefur allt verið íbúðarhús um áratugaskeið og er nú einbýlishús.  Eiðsvallagata 4 er einfalt og látlaust og gerð og ekki mikið breytt frá upphaflegri gerð að ytra byrði. Hús og lóð virðast í góðri hirðu. Þessi mynd er tekin í haustsólinni 8.september 2014.

Hér er einnig mynd af stórhýsi Nótastöðvarinnar á Norðurtanga, en þangað PB150014flutti Óli Konráðsson netaverkstæði sitt úr Eiðsvallagötu 4. Húsið er byggt 1945 og  stendur rétt við ósa Glerár og hefur verið þó nokkuð kennileiti á sínum tíma en langt var í næstu hús af svipaðri stærð. Myndin tekin 15.nóv. 2014.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar: Fundargerðir 1930-35. Fundur þ. 20.4.1934 Óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

 


Bloggfærslur 16. nóvember 2014

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 174
  • Sl. sólarhring: 196
  • Sl. viku: 783
  • Frá upphafi: 419874

Annað

  • Innlit í dag: 132
  • Innlit sl. viku: 620
  • Gestir í dag: 129
  • IP-tölur í dag: 126

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband