Hús dagsins: Eiðsvallagata 5

Ég held áfram umfjölluninni um Eiðsvallagötu 5 og fer ég eftir númeraröð. Því er Eiðsvallagata númer 5 næst í röðinni á eftir 4, enda þótt um 100 metrar skilji húsin að.PA310015 Eiðsvallagata 5 stendur austan megin á horni götunnar og Ránargötu. Húsið reisti Gunnlaugur S. Jónsson vélsmiður, forstjóri Odda árið 1934 eftir teikningum Sveinbjarnar Jónssonar. Húsið er steinsteypt, byggt á  pöllum sem kallað er og í upphafi voru svalir uppi á vesturálmu, sem var ein hæð en austurálma var þá tvær hæðir. Húsið var lengst af klætt skeljasandsmulningi en nú er á húsinu blikkklæðning. Vel var vandað til byggingar hússins í upphafi en það var einangrað með korki og gluggapóstar voru úr járni- sem ekki var algengt. (Líklega mun Gunnlaugur hafa smíðað póstana sjálfur í Odda.) Húsið er greinilega teiknað undir áhrifum frá Funkís-stílnum en eitt megineinkenni slíkra húsa er regluleg lögum og horngluggar. Sveinbjörn Jónsson teiknaði ein fyrstu fúnkís-húsin á Akureyri, hús í Aðalstræti, Möðruvallastræti auk þessa húss en hann mun þó hafa gerst fráhverfur þessari stefnu. Það hafa ekki verið margir eigendur að húsinu miðað við 80 ára sögu en Fljótlega eignast húsið Guðmundur Jörundsson útgerðarmaður frá Hrísey (sonur hins valinkunna Hákarla- Jörundar) og átti hann það til 1955 er Anton Sölvason kaupir húsið. Árið 1974 eignast húsið Gunnar Skjóldal og í hans tíð eða um 1985 var húsinu breytt talsvert, byggt við það og vesturálma hækkuð þ.e. byggt yfir svalirnar. Nú er húsið því tvílyft á þremur pöllum með lágu, brotnu risi og sem áður segir er blikk á veggjum en járn á þaki. Bílskúr var reistur við austurmörk lóðarinnar árið 1962. Húsið hefur alla tíð verið einbýlishús og hlotið gott viðhald. Það er sem áður segir vel byggt og vandað frá upphafi. 2.janúar árið 2011 kviknaði í þessu húsi og skemmdist það töluvert að innan en var allt tekið í gegn og mun nú sem nýtt. Húsið er stórt og sérstætt að gerð og setur svip á götumyndina. Þá er rammgerð steypt girðing, sennilega á líkum aldri og húsið, utan um lóðina og gróskumikil tré á henni. Ein íbúð er í húsinu og hefur verið svo alla tíð. Þessi mynd er tekin föstudaginn 31.október 2014.

 Heimildir: Friðrik Olgeirsson, Halldór Reynisson, Magnús Guðmundsson. 1996. Byggingameistari í stein og stál. Reykjavík: Fjölvi.

Öruggar munnlegar heimildir úr ýmsum áttum...

 


Bloggfærslur 19. nóvember 2014

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 74
  • Sl. sólarhring: 85
  • Sl. viku: 550
  • Frá upphafi: 417771

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 349
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband