Hús dagsins: Eiðsvallagata 6 ; Bóla.

 

Eiðsvallagata 6 stendur á vesturhorni Eiðsvallagötu og Lundargötu. PA310019Húsið reisti Haraldur Jónsson kaupmaður árið 1947 eftir teikningum Halldórs Halldórssonar. Það er tvílyft steinsteypuhús með valmaþaki. Inngönguhús er á suðurhlið og bílskúr og sólskáli á vesturhlið. Stórir “verslunargluggar” eru á neðri hæð en hún var verslunarrými frá upphafi en líkast til hefur alla tíð verið íbúð á efri hæð. Um miðjan 6.áratuginn eignast KEA neðri hæðina og þar rak félagið verslunarútibú sitt, eitt margra, í um aldarfjórðung. Kallaðist KEA- verslunin Bóla og þekkja margir þetta hús enn í dag undir því nafni. Á þessum árum voru verslunarhættir umtalsvert frábrugðnir því sem gerist í dag- stórmarkaðir óþekktir og bílaeign ekki almenn og því nauðsynlegt að helstu nauðsynjavörur væru í göngufæri inni í hverfunum. Þá var vöruúrval almennt ekki eins fjölbreytt í verslunum eins og gengur og gerist í stórmörkuðum nútímans og vörur eins og mjólk, brauð, kjöt og fiskur yfirleitt seldar í smáum sérverslunum. Verslunin Bóla var rekin fram undir 1980 en haustið 1981 flytja Neytendasamtökin inn á neðri hæð hússins en þá var húsið enn í eigu KEA. Heyrðust raddir um vafasamt væri að samtök um rétt neytenda væru inn á gafli hjá einu öflugasta verslunarfyrirtæki bæjarins en samtökin stöldruðu ekki við þarna um langt árabil. Tíu árum seinna kaupa JC (Junior Chamber samtökin ) neðri hæðina en um 1995 er hæðin innréttuð sem íbúð og hefur húsið allt verið íbúðarhús síðan. Nú eru því tvær íbúðir í húsinu. Húsið er nokkuð dæmigert fyrir íbúðarhús frá fimmta áratug 20.aldar en ef ég ætti meta einhverskonar varðveislugildi hússins myndi ég segja þetta hús, með sínum augljósu ummerkjum um fyrra hlutverk þ.e. búðargluggum á neðri hæð einn af mikilvægum minnisvörðum um verslunarsöguna á Akureyri. Hverfisverslanir KEA og “kaupmaðurinn á horninu” skipuðu áður stóran sess hjá bæjarbúum og margir eiga eflaust góðar minningar um verslunar- og sendiferðir í Bólu. Þessi mynd er tekin 31.okt. 2014.

 

 


Bloggfærslur 26. nóvember 2014

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 15
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 432
  • Frá upphafi: 417801

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 243
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband