Hús dagsins: Eiðsvallagata 9

Eiðsvallagötu 9 munu þau Zophonías M. Jónasson og Guðbjörg Jónsdóttir hafa reist árið 1930. Að öðru leyti virðist upprunasaga hússins óljós í skráðum heimildum, það er t.d. ekki að finna upprunalegar 

PA310009teikningar að húsinu á Landupplýsingakerfi Akureyrarbæjar en þar er gefið upp að byggingarár hússins sé 1930. Í Manntali á Akureyri 1930 er ekki skráður neinn til heimilis að Eiðsvallagötu 9, þ.a. Þá hefur alltént enginn verið fluttur þarna inn. Ekki gat síðuhafi fundið upplýsingar í fundargerðum Bygginganefndar um húsið en upplýsingarnar um byggjendur eru fengnar frá barnabarni Zophoníasar og Guðbjargar, Önnu Þórhallsdóttur. Eru henni færðar bestu þakkir fyrir veittar upplýsingar. Húsið er tvílyft steinsteypuhús með lágu risi, af nokkuð algengri gerð steinhúsa frá þessum tíma á þessu svæði, svipar til t.d. Eiðsvallagötu 4 og Norðurgötu 33. Krosspóstar eru í gluggum en á framhlið það sem ég myndi kalla þrískipta krosspósta. Forstofuskúr er á austurgafli og er þar gengið inn á efri hæð en einlyft viðbygging bakatil með flötu þaki. Húsið er líkast til tvíbýli frá upphafi með íbúðum hvor á sinni hæð. Viðbyggingin á bakhlið er nýleg, til komin um 2000. Í hillum Héraðsskjalasafnsins liggja margir árgangar af Íbúaskrám Akureyrar og fletti ég húsinu upp í þeirri elstu slíku sem ég fann en hún var síðan 1954. Þá var húsið tvíbýli og þá bjuggu í húsinu Jóhann Jónsson og Ágústa Hinriksdóttir í 9a og Zophonías Jónasson og Guðbjörg Jónsdóttir í 9b. Ef frá er talin viðbyggingin bakatil er húsið ekki verulega breytt frá upphaflegri gerð. Tvær íbúðir eru í húsinu. Þessi mynd er tekin 31.október 2014.

 

 

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar: Fundargerðir 1930-35. Óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Manntal á Akureyri 1930. Óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Íbúaskrá Akureyrar 1954. Óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Auk athugasemda og tölvupóstsskrifa frá Önnu Þórhallsdóttur, apríl 2022.

 

 

 


Bloggfærslur 7. desember 2014

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 28
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 632
  • Frá upphafi: 420105

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 478
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband