Hús dagsins: Aðalstræti 28

Á Aðalstræti 28 var fyrst reist hús árið 1854 af manni að nafni Stefán Baldursson. 

P6190014Það hús var tvílyft timburhús sem var að hluta með torfþaki og að hluta með bárujárni. Húsið stóð líkast til í hartnær sjö áratugi og hefur líkast til verið breytt að einhverju leiti á meðan það stóð. En núverandi hús var reist árið 1926 af Jónatan Jakobssyni eftir teikningum Einars Jóhannessonar. Aðalstræti 28 er tvílyft steinsteypuhús með háu risi og miðjukvisti en hluta til er neðri hæð niðurgrafin þar eð húsið stendur fast upp við rætur brekkunnar miklu ofan götunnar. Tvílyft bogadregið útskot er framan á húsinu og ofan á því svalir framan við kvistinn.  Húsið er nokkuð dæmigert fyrir íburðarmeiri steinsteypuhús þess tíma og er ekki ósvipað mörgum húsum við neðanverðan  Eyrarlandsveg. (Sjá færslur frá febrúar-mars 2013). Sennilega var neðri hæð geymslurými eða verkstæði fyrstu áratugina en það var ekki fyrr en 1950 sem hún var tekin undir íbúð. Nú eru tvær íbúðir í húsinu, hvor á sinni hæð. Húsið er í góðu standi og hefur á síðasta áratug verið tekið í gegn, þak er allt nýtt og húsið nýlega málað. Lóðin er einnig gróin og nokkuð vel hirt en hún er gríðarstór og mun hún ná langleiðina að brekkubrún við Kirkjugarðinn. Þessi mynd er tekin 19.júní 2014. 

 Heimildir: Hjörleifur Stefánsson (1986) Akureyri: Fjaran og Innbærinn byggingarsaga. Reykjavík: Torfusamtökin.


Bloggfærslur 29. júlí 2014

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 11
  • Sl. sólarhring: 88
  • Sl. viku: 428
  • Frá upphafi: 417797

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 239
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband