Hús við Oddagötu

Í sumar birti ég tvær færslur um Melshús, tvö timburhús frá upphafi 20.aldar sem standa á melbrekku milli Grófargils og Skátagils, ofan við Miðbæinn. Þau teljast standa við Gilsbakkaveg og Oddagötu. "Hús dagsins" eru yfirleitt hús byggð fyrir 1930-40 og við þær götur standa þó nokkur eldri steinhús. Því var auðvitað um að gera að taka þau fyrir líka. Ég tók Oddagötuna fyrir - eins og hún leggur sig- núna í október.

Ytra Melshús; Oddagata 3b (1905)

og Syðra Melshús; Gilsbakkavegur 3 (1906) birt 26.júlí 2015

Oddagata 1 (1927) birt 11.okt. 2015

Oddagata 3 (1927)birt 16.okt. 2015

Oddagata 5 (1927)

Oddagata 9 (1928) birt 21.okt. 2015

Oddagata 7 (1933) birt 24 okt 2015

Oddagata 11 (1927) birt 28.okt 2015

Oddagata 13 (1946)

Oddagata 15 (1946) birt 1.nóv 2015

 


Hús við Laxagötu

Septembermánuður var á þessum vettvangi að mestu helgaður Laxagötu á ofanverðri Oddeyri. Tók ég götuna alla fyrir, enda standa þar fá hús.

Laxagata 2 (1932) birt 13.sept.2015

Laxagata 3 (1933) birt 15.sept 2015

Laxagata 4 (1932) birt 17.sept 2015

Laxagata 5 (1933) birt 21.sept. 2015

Laxagata 6 (1934)

Laxagata 7 (1943) birt 23.sept 2015

Laxagata 8 (1935) birt 26.9.2015


Hús dagsins: Oddagata 13 og Oddagata 15

Efstu húsin við Oddagötu eru númer 13 og 15. Þau eru bæði reist árið 1946 og eru því yngst húsa við götuna, sem flest eru byggð árin 1926-28. 

Oddagata 13

Oddagötu 13 reisti Jónína Sigurðardóttir árið 1946 eftir teikningum Guðmundar Gunnarssonar. P7150112Húsið er tvílyft steinsteypuhús með valmaþaki og stendur það á lágum kjallara. Húsið er klætt grjótmulningi sem að öllum líkindum er frá upphafi og í gluggum eru einfaldir póstar þverpóstum en “langbandi” með opnanlegu fagi vinstra megin. Bárujárn er á þaki. Inngangur og steypt verönd er á götuhlið á litlu útskoti; inngöngu og stigaálmu og ofan inngöngupalls eru nýlegar svalir, byggðar um 2013. Tvær íbúðir eru í húsinu, hvor á sinni hæð og hafa að öllu líkindum verið alla tíð. Húsið er að mestu óbreytt frá upprunalegri gerð og er ekki talið hafa sérstakt varðveislugildi. Það stendur nokkuð ofan við Oddagötu 11. Oddagata 13 og 15 mynda nokkuð skemmtilega tvennd í götumyndinni. Húsin eru jafngömul og þó gjörólík séu má greinilegt þykja á formi þeirra og lögun að þau eru nokkuð yngri en húsin neðar við götuna. Þó eru þessi tvö hús raunar gjörólík. Þessi mynd er tekin 15.júlí 2015. 

Oddagata 15

Húsið á Oddagötu 15 reisti Stefán Guðnason árið 1946 eftir teikningum Ágústs Pálssonar. Húsið er tvílyft steinsteypuhús á kjallara og með valmaþaki. PA280255Veggir eru múrsléttaðir en bárujárn er á þaki og í gluggum eru krosspóstar. Stór stofugluggi er á vesturhlið og svalir á efri hæð. Á austurhlið er bílskúr með flötu þaki, sambyggður kjallara með svölum ofan á. Hann er að öllu líkindum byggður samtímis húsinu, alltént er hann að finna á upprunalegum teikningum. Inngöngudyr eru m.a. í kjallara á austurhlið og á norðurstafni á hæð og eru steyptar tröppur að þeim og á suðurhlið er útgangur á svalir ofan á bílskúrnum. Það sem ég myndi segja að gæfi húsinu sérstakan svip er kringlóttur gluggi stigagangs á austurhlið.

Oddagata 15 hefur alla tíð verið íbúðarhús, en á teikningum er gert ráð fyrir skrifstofu á neðri hæð inn af anddyri. Húsið er í mjög góðri hirðu og virðist raunar sem nýtt og allur frágangur hússins og lóðar afar snyrtilegur- og þar gerir hvíti liturinn ákveðinn gæfumun. Þessi myndir eru teknar á góðviðrisdegi haustið 2015, nánar tiltekið þann 28.október.PA280254

 

 

 

 

 

 

 

Heimildir: 

Landslag arkitektastofa 2014. Akureyrarbær Miðbær- Húsakönnun. Unnið fyrir Akureyrarbæ. Óprentað, pdf aðgengilegt á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/midbaer_husakonnun-2014.pdf

 

 

 

 


Bloggfærslur 1. nóvember 2015

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 227
  • Sl. viku: 619
  • Frá upphafi: 419710

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 497
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband