Norðurgata að Eyrarvegi

Ég hef sett mér það markmið að taka fyrir nánast hvert einasta hús á reitnum Norðurgata- Eyrarvegur- Ægisgata- Eiðsvallagata. Byggingarsögulega má í grófum dráttum skipta Oddeyrinni í þrjú hverfi. Elsti hlutinn og um leið sá er byggðist upp á lengstum tíma er syðsti hlutinn frá Strandgötunni að Eiðsvallagötunni en þar eru hús byggð frá 1873- 1930. Milli Eiðsvallagötu og Eyrarvegar eru hús byggð að mestu leiti hús frá fjórða áratugnum en nyrsti hlutinn er að mestu leyti byggður eftir 1945. Hér fjalla ég helst um gömul hús og miða ég þar almennt við fyrri hluta 20.aldar. (Að sjálfsögðu með undantekningum). Því mun ég láta staðar numið við Eyrarveg í þessari skipulögðu gatnaumfjöllun hér, en að sjálfsögðu er ekki loku fyrir það skotið að taki eins og eitt og eitt hús á Völlunum, Eyrarvegi eða Norðurgötu 40+ síðar meir. En neðan við Eyrarveg standa eftirfarandi hús við Norðurgötu:

Norðurgata 1 (1900)

Norðurgata 2 (1897)*

Norðurgata 2b (1911)

Norðurgata 3 (1899)

Norðurgata 4 (1897)

Norðurgata 6 (1898)

Norðurgata 8 (1933)

Norðurgata 10 (1926)

Norðurgata 11 (1880)**

Norðurgata 12 (1926)

Norðurgata 13 (1886)

Norðurgata 15 (1902)

Norðurgata 16 (1926)

Norðurgata 17 (1880)**

Norðurgata 19 (1920)

Norðurgata 26 (1926)

Norðurgata 28 (1924)

Norðurgata 30 (1923)

Norðurgata 31 (1926)

Norðurgata 32 (1930)

Norðurgata 33 (1927)

Norðurgata 34 (1930)

Norðurgata 35 (1939)

Norðurgata 36 (1930)

Norðurgata 37 (1933)

Norðurgata 38 (1929)

Norðurgata 40 (1946)

* Í umfjölluninni um Norðurgötu 2 fylgir einnig umfjöllun um Strandgötu 23

** Pistlarnir um Norðurgötu 17 og 11 eru tveir fyrstu sem birtust á þessari síðu og eru mjög stuttaralegir. Hér eru ítarlegri greinar um þau hús en þá skrifaði ég fyrir vef Akureyri Vikublað:

N-11 AKV.is

N-17 Akv.is

Hér kemur örlítil tölfræði sem ég tók saman mér til gamans:

Nordurgata_excel

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er ill læsileg í þeirri upplausn sem þetta kemur fyrir hér í færslunni en þarna er reiknað út að meðalaldur húsanna sem standa við  Norðurgötuna neðan Eyrarvegar árið 2015 er 98,56ár (Ath. horfin hús eru ekki með í þessum reikningum). 3 hús eru byggð á 9.tug 19.aldar, 5 á 10.áratugnum, 2 á 1.áratug 20.aldar, 1 á 2.áratug 20.a. 10 á 3.áratugnum. 6 á þeim fjórða og eitt hús, nr. 40 er byggt á 5.áratugnum. Við Norðurgötuna standa skv. þessu 8 hús sem byggð eru fyrir aldamótin 1900. 

Norðurgatan telur upp í 60 en eins og áður sagði ætla ég að láta staðar numið í skipulagðri umfjöllun hér, þar sem ég dreg Eyrarveginn sem markalínu. En hér eru hins vegar svipmyndir úr ofanverðri Norðurgötunni:

Hér er horft til suðurs við mót Norðurgötu og Grenivalla. Vinstra megin sjást hús nr. 56 og 54 en trjáskrúð skyggir á neðri hús.P6200056 Norðurgata 38 er þarna áberandi í fjarska með sínn rauða lit. Hægra megin eru 49. 47, 45 og 43. Myndin er tekin á miðnætti á Sumarsólstöðum 20.júní 2012.

 

 

 

 

 

 

 

Þessi mynd er tekin frá mótum Eyrarvegar og Norðurgötu og hér sjást Norðurgata 42, 44, 46 og einnig má greina þarna nr. 48 og 50 gegn um haustlaufaþykknið. Myndin er tekin á þeirri skemmtilegu dagsetningu 10.október 2010 eða 10-10-10 ;)PA100017

 

 

 

 


Hús dagsins: Norðurgata 40

Það er ekki ofsögum sagt að á Oddeyrinni um miðja síðustu öld hafi verið blómlegt verslanalíf. Hverfisverslanir voru þó nokkrar ásamt fjölmörgum sérverslunum enda þekktust stórmarkaðir á borð við Krónuna, Bónus eða Nóatún ekki þá. P1040005Á austurhorni Norðurgötu og Eyrarvegar stendur Norðurgata 40, sem er eitt margra húsa sem áður hýstu hverfisverslun, þó ekki sjáist greinilega merki þess í dag (engir stórir búðargluggar t.d.). Húsið reisti Ragnar Jónsson kaupmaður árið 1946. Varðveittar eru teikningar af húsinu frá 22.ágúst 1945 undirritaðar af G. Tómassyni en ekki er ljóst fyrir það “G.” stendur. Einnig eru járnateikningar eftir Halldór Halldórsson frá maí 1946. En húsið er tvílyft steinsteypuhús með valmaþaki og horngluggum í anda Funkis- stefnunnar. Tröppur eru uppá efri hæð og inngangur á vesturhlið þ.e. Hliðinni sem snýr að Norðurgötu. Gluggar eru með einföldum póstum. Húsið er ekki ósvipað t.d. Eiðsvallagötu 6 og 8 í stórum dráttum en hús með þessu lagi voru ekki óalgeng á þessum árum. Að utan hefur húsið verið einangrað og klætt báruðu plasti sk. "lavella" frá Svíþjóð.(áb. 30.3. ´15 frá Einari í Norðurgötu 38) Neðri hæðin var verslunarrými frá upphafi en 12.ágúst 1947 birtist eftirfarandi auglýsing í Alþýðumanninum:

Undirritaður hefir opnað nýja verzlun í húsinu NORÐURGÖTU 40 undir nafninu „HEKLA". •— Þar fást flestar vörur: Matvörur, hreinlætisvörur, sælgæti, öl og gosdrykkir o. fl. — Lítið inn og athugið verð og gæði, og afgreiðslu verzlunarinnar. Akureyri 5.ágúst 1947. Anton Ásgrímsson.

Verslunin í Norðurgötu 40 kallaðist Tonabúð í daglegu tali. Árið 1955 er Kaupfélag Verkamanna hinsvegar komið með útibú í þetta pláss og var þarna fram eftir 7.áratugnum.Húsið hefur síðustu áratugi verið íbúðarhús, ein íbúð á hvorri hæð. Húsinu er mjög vel við haldið og lítur vel út og lóð hefur einnig verið sinnt af alúð og natni. Myndin er tekin fjórða janúar 2015.

 

Heimildir eru fengnar af Landupplýsingakerfi Akureyrar (sjá tengil hér í hliðarglugga) og vísað er í heimildir af timarit.is í texta með tenglum. 


Bloggfærslur 14. febrúar 2015

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 412
  • Frá upphafi: 420112

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 302
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband