Hús dagsins: Ægisgata 7

Haraldur Kr. Jónsson reisti Ægisgötu 7 árið 1939 eftir teikningum Tryggva Jónatansson en þær voru sams konar og teikningarnar að næsta húsi sunnan við, sem Ásmundur Elíasson byggði. P2150014Við götuna neðanverða standa nokkrar húsagerðir eftir Tryggva sem allar eru keimlíkar. Þrenningin 3-7 er öll byggð eftir sömu teikningu, og eins eru hús 2-4 og 10-14 eftir sömu teikningu og 6 og 8 eru nákvæmlega eins. Húsið er klætt grjótmulningi eða sk. perluákasti sem einnig er stundum ranglega nefnt skeljasandur. Ægisgata 7 er semsagt 8,8x7,2m að grunnfleti líkt og nr. 5 en grunnur hússins virðist eilítið hærri. Horngluggar eru á suðurhlið, inngangar á framhlið og norðurhlið og gluggi norðan við útidyr. Járn er á þaki og einfaldir, lóðréttir póstar í gluggum. Húsið er í góðri hirðu sem og umhverfi þess. Framan við húsið og raunar öll húsin neðan við er smekkleg steypt girðing með skrautlegum járnrimlum. Þessar girðingar eru mjög einkennandi fyrir byggðina á Oddeyrinni frá árunum 1935-55. Lóðin er einnig vel gróin og “verkleg” birkitré og fánastöng þar í forgrunni. Myndin er tekin þann 15.febrúar 2015.

 

 

 

 


Bloggfærslur 18. apríl 2015

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 145
  • Sl. sólarhring: 192
  • Sl. viku: 754
  • Frá upphafi: 419845

Annað

  • Innlit í dag: 109
  • Innlit sl. viku: 597
  • Gestir í dag: 107
  • IP-tölur í dag: 105

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband