Lífsvökvinn góði

Eitt er það sem ég get illa verið án og það er kaffið. Sennilega drekk ég á bilinu hálfan til einn lítra á dag af þeim indælisdrykk en kaffið hefur þann kost að vera sérlega ódýrt og aðgengilegt- ekki er t.d. óalgengt að fyrirtæki og stofnanir bjóði upp á frítt kaffi. Ég drekk langmest af þessu "venjulega" uppáhellta og er minna duglegur í latte, cappuchino eða frappó og hvaðþettanúalltheitir- leyfi mér slíkt þó endrum og eins. Það er í raun tilviljanakennt hvort ég fæ mér mjólk út í kaffi en oftast drekk ég það svart og sykur nota ég aldrei út í lífsexilírinn svarta. Oft lauma ég nokkrum kúmenkornum með í kaffisíuna þegar ég helli uppá en einnig er ágætt að setja teskeið af kanil með, það gefur góðan ilm og skemmtilegt bragð. En kaffið en vanabindandi svo um munar. surprised 

Ég hef frá 10 ára aldri reglulega farið í skátaútilegur í Fálkafell ofan Akureyrar, síðustu 12 árin sem foringi skátasveita. Þar er ekkert rafmagn og þ.a.l. engin kaffivél. En engu að síður ekkert mál að hella upp á kaffi með réttu græjunum en lengi vel hugsaði ég nú ekkert út í það. Að öllu jöfnu eru skátaútilegur frá föstudagskvöldi til hádegis á sunnudag. Það var lengi vel ekki óalgengt þegar skyggja tók á laugardögum í Fálkafellsútilegum að ég fyndi fyrir ónotum í maga og aðkenningu að hausverk. Rakti ég þetta til reykjarkófs og ólofts sem oft gat orðið þarna þegar kynt var með timbri ( og  rusli) og oft ekki hirt um að loka kabyssu þegar lagt var í hana. En mér þótti hins vegar einkennilegt að strákarnir virtust aldrei kveinka sér undan neinu þessu líku og ekki Árni samforingi minn heldur (hann hefur aldrei drukkið kaffi). Þegar ég svo fann fyrir þessum nákvæmlega sömu einkennum á laugardagskvöldi í útilegu í Valhöll, sem er "reyklaus" skáli búinn öllum nútímaþægindum, rann upp fyrir mér ljós. Á þessum tímapunktum í útilegum þ.e. seinnipart laugardags hafði ég, sem að öllu jöfnu drakk 6-10 kaffibolla dag hvern, ekki innbyrt kaffidropa í sólarhring ! 


Bloggfærslur 14. maí 2015

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 50
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 457
  • Frá upphafi: 420157

Annað

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 330
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband