Sólarlag í Eyjafirði á miðnætti 28.júní, viku eftir sólstöður.

Fyrri helgi var ég staddur á skátamóti á Hömrum. Að lokinni kvöldvöku og kvöldkakói ákváðu nokkrir Rekka- og Róverskátar að bregða sér í Miðnæturgöngu uppá Krossklett, sem er 100 m hár klettahamar (200 m y.s.) fast ofan við svæðið. Ég ákvað að bregða mér með enda veit ég fátt skemmtilegra en göngutúra.  Léttskýjað var og gátum við því notið sólarlagsins, sem var hreint út sagt óviðjafnanlegt. Hér eru nokkrar myndir.

P6270100 

P6270101

P6270104

P6280108

Hér að ofan má sjá sólina skríða eftir brúnum Kötlufjalls (907m) í átt að Kaldbaki (1167) og eru þær í tímaröð, efsta myndin er tekin klukkan 23.50, þegar klukkan vantaði 10 mínútur í 12 á miðnætti en sú neðsta klukkan 12 mínútur gengin í eitt, 00.12, þá var runnin upp sunnudagurinn 28.júní. Horft er til norðurs ofan af Krosskletti.

P6270103

Klettaborgir ofan Hamra hjúpaðar kvöldsól. Í baksýn sjást Staðarbyggðarfjall (t.v.) og Tungnafjall en þar á milli er snjófylltur Þverárdalur. 

P6280106

Arnarklettur ofan Kjarna. Garðsárdalur og Staðarbyggðarfjall fjær, handan Eyjafjarðarár. Arnarklettur og Krossklettur (þar sem myndatökumaður stendur) eru tveir stakir klettastapar sem ganga fram úr austurbrún Súlumýra. Skarðið á milli kallast Kaffiklauf. Þar liggur stikuð leið í skátaskálann Gamla- og þaðan upp á Súlur. 

P6280111

Þessi ágæta planta heitir Burnirót (Rhodiola rosea). Þessi var uppi á Krosskletti, upp af Kaffiklauf.

 


Bloggfærslur 6. júlí 2015

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 47
  • Sl. viku: 738
  • Frá upphafi: 420024

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 590
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband