Hús dagsins: Oddeyrargata 11

Rósa Randversdóttir, verkakona, fékk í mars 1927 leyfi til að reisa íbúðarhús úr steini, 7x6m , ein hæð á háum kjallara og með háu risi. P1100310Tveimur árum síðar fær hún leyfi til að setja kvist á hús sitt og er sá kvistur á austurhlið hússins, þ.e. á bakhlið. Teikningar af þeim breytingum má sjá hér, og af þeim af dæma virðist sem svo, að innréttuð hafi verið íbúð í risi og i kvistinum sé eldhús. Enda þótt í byggingarleyfi sé minnst á steinhús er Oddeyrargata 11 timburhús, einlyft með háu risi og miðjukvisti á bakhlið og á steyptum kjallara. Bárujárn er á þaki en veggir klæddir nýlegri timburborðaklæðningu, láréttri og krosspóstar eru í gluggum. Inngöngudyr eru á suðurgafli en einnig á kjallara austanmegin og þar er lítið dyraskýli.

Húsið er að mestu óbreytt frá upprunalegri gerð, en framan af voru eigendaskipti ekki mjög tíð. Ýmsir leigðu herbergi eða bjuggu hér um lengri eða skemmri tíma en Rósa Randversdóttir bjó hér alla sína tíð, en hún lést 1973. Einnig bjó hér Hólmfríður Guðmundsdóttir frá Litlu-Tungu í Miðfirði, lengi verkakona á Gefjuni, hér um áratugaskeið eða frá 1935 og fram um 1990. Hólmfríður og Rósa voru alla tíð mjög trúræknar og virkar í starfi Hvítasunnusafnaðarins á Akureyri og voru á meðal stofnenda hans á Akureyri árið 1936. Raunar hafði Rósa opnað heimili sitt hér fyrir samkomum og trúariðkun, bænahringjum, fyrir formlega stofnun söfnuðarins. Um áratuga skeið stóð heimili þessara heiðurskvenna opið fyrir trúbræður þeirra - og systur og segir Vörður L. Traustason hér að oft hafi “litla stofan verið þéttsetin af fólki sem lofaði guð í söng og hljóðfæraleikP1100301

Árið 2004 hlaut húsið gagngerar endurbætur að utan og fékk m.a. þá klæðningu sem það nú hefur og nýja glugga og er því allt sem nýtt. Það er til mikillar prýði og viðarklæðningin gefur því skemmtilegt yfirbragð. Húsið er skv. Húsakönnun Landslags ekki talið hafa varðveislugildi umfram önnur hús við Oddeyrargötu. Ein íbúð er í húsinu. Myndirnar eru teknar þann 10.janúar 2016; sú efri sýnir bakhlið hússins og er tekin á milli húsa í Bjarmastíg en neðri mynd er tekin frá Oddeyrargötu.

 

 

Heimildir:

Jón Sveinsson. 1955. Jónsbók“. Upplýsingar um upprunasögu húsa á Akureyri, tekið saman 1945-55

Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Landslag arkitektastofa 2014. Akureyrarbær Miðbær- Húsakönnun. Unnið fyrir Akureyrarbæ. Óprentað, pdf aðgengilegt á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/midbaer_husakonnun-2014.pdf

Vörður L. Traustason.1995. Hólmfríður Guðmundsdóttir- minning. Í Morgunblaðinu 22.mars 1995. Sótt 2.okt. 2016 á timarit.is (sjá tengil í texta).

 


Bloggfærslur 3. október 2016

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_0685
  • IMG_0776
  • P5150358
  • IMG_0082
  • IMG_0081

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 129
  • Sl. sólarhring: 303
  • Sl. viku: 660
  • Frá upphafi: 419602

Annað

  • Innlit í dag: 124
  • Innlit sl. viku: 555
  • Gestir í dag: 123
  • IP-tölur í dag: 122

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband