Hús dagsins: Oddeyrargata 16

Sigurður Elíasson og Viktor Kristjánsson fengu lóð sumarið 1931, næst ofan við Pálma Halldórsson. P3050339Skyldi húsið vera 8,2x8,2m, að stærð tveggja hæða ásamt viðbyggingu að norðan, 2,3x8,2m, á einni hæð. Ári síðar fá þeir leyfi til að reisa fjós á baklóðinni, 6x3,6m. Það leyfi var þó aðeins veitt til bráðarbirgða en “rífa verður það hvenær sem bæjarstjórn krefst þess”. (Jónsbók bls. 244). Teikningar af húsinu gerði Halldór Halldórsson og af þeim má ráða, að húsið hafi lítið breyst frá upphafi, að ytra byrði þ.e.a.s. Kjallari var aðeins útgrafinn undir hluta hússins, en þar var þvottahús og tvær kolageymslur. Íbúðirnar voru að mestu leyti innréttaðar á sama hátt, m.a. eldhús í norðvestur og stofa í suðaustur og snyrtingar inn af eldhúsi. Viðbygging að norðan er á teikningum með valmaþaki, líkt og húsið sjálft en nú eru þar svalir. Hún var raunar ekki byggð fyrr en árið 1952, eftir teikningum Páls Friðfinnssonar. .

Oddeyrargata 16 er tvílyft steinsteypuhús á lágum grunni og með háu valmaþaki. Grunnflötur hússins er ferningslaga, 8,2m á kant svo sem segir í byggingarleyfi, en á norðurhlið er einlyft viðbygging og svalir ofan á henni. Inngangar eru m.a. á framhlið, annars vegar fyrir miðju og hins vegar nærri norðausturhorni; á viðbyggingunni. Húsið er í klassískum stíl, tvílyft með valmaþaki og hluti nokkuð heildstæðrar raðar þess konar húsa, nr. 10-22 við Oddeyrargötuna. Tryggvi Jónatansson og Halldór Halldórsson teiknuðu mörg slík hús en ef tala má um “stór nöfn” í byggingarlist árin 1925-40 eru þeir vafalítið þeirra á meðal. Húsið er einfalt og látlaust að gerð og virðist í góðu standi. Það er í Húsakönnun 2015 talið hafa varðveislugildi “sem hluti samstæðrar heildar í einföldum nýklassískum stíl “( Akureyrarbær, Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson o.fl. 2015: 202). Lóðin er einnig vel gróin , líkt og aðrar við Oddeyrargötuna. Sá gróandi er þó eðlilega lítt áberandi á meðfylgjandi mynd þar eð hún er tekin síðla vetrar, 5.mars 2016.

Heimildir:

Jón Sveinsson. 1955. Jónsbók“. (Skrá yfir upprunasögu húsa sem stóðu á Akureyri um 1935, tekin saman 1945-55).

Óprentað, óútgefið. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

 


Bloggfærslur 7. október 2016

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 88
  • Sl. viku: 421
  • Frá upphafi: 417790

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 234
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband