Hús dagsins: Brekkugata 34

Brekkugata 34 er efsta húsið á Brekkugötu að austanverðu og stendur sunnan við Hamarkotsklappir, þar sem m.a. má finna hringsjá og styttuna af Landnemunum, Helga magra og Þórunni hyrnu. P1100325

Jónas Þór, verksmiðjustjóri á Gefjun virðist hafa verið sérlega fundvís á skemmtileg hússtæði. Lýðveldisárið 1944 byggði hann Brekkugötu 34, íbúðarhús efst við Brekkugötu austanverða steinsnar sunnan Hamarkotsklappa. Ríflega tveimur áratugum áður hafði hann reist Brekkugötu 30, en það hússtæði hefur einnig verið býsna sjarmerandi, ofan klapparholta og túna norðan Oddeyrar. Þegar Brekkugata 34 var byggð hefur útsýnið frá þessum stað verið býsna skemmtilegt til allra átta; yfir iðagræn tún og grasbýli Glerárþorps, klapparholtin og túnin þar sem nú er Efri Brekkan. Verksmiðjurnar á Gleráreyrum, (þ.m.t. Gefjun þar sem Jónas gegndi forstöðu) voru einnig þarna í sjónmáli. Þess má líka geta, að á þessum tíma var þessi staður í þjóðbraut, en hún lá um Brekkugötu norður og vestur, ofan Gleráreyra.

Teikningarnar af húsinu gerði Tryggvi Jónatansson en elstu teikningarnar sem Landupplýsingakerfi Akureyrarbæjar býður upp eru ódagsettar, óáritaðar raflagnateikningar sem gjörla sýna upprunalega herbergjaskipan hússins. Brekkugata 34 er einlyft steinsteypuhús; steinsteypuklassík, með háu risi og miðjukvisti með einhalla þaki og stendur húsið á kjallara. Risið er gaflsneitt líkt og á næstu tveimur húsum neðan við, timburhúsinu á 32 og steinhúsinu á 30. Brekkugata 34 er raunar ekki ósvipað að gerð og hið síðarnefnda og hafa má í huga að þau byggði sami maður. Á suðurgafli er útskot eða sólstofa og svalir ofan á. Gluggar hússins eru með einföldum póstum, bárujárn er á þaki og inngangur á miðri framhlið og steyptar tröppur að honum.

Fljótlega eftir byggingu hússins hóf Jónas tilraunaræktun á eplatrjám á lóðinni og hér má sjá mynd af einu þeirra Hér má einnig finna tilvitnun í frásögn Jónasar af þessari áhugaverðu ræktunartilraun. eplatrjánum. Á 8. og 9.áratugnum hýsti húsið skrifstofu Iðju, félags verksmiðju- og skrifstofufólks, en enginn hefur búið í húsinu um áratugaskeið. Þá var leikskólinn Klappir starfræktur í húsinu um nokkurt árabil og hófst rekstur hans árið 1992 . Nú er starfrækt athvarf fyrir fólk með geðraskanir í Brekkugötu 34 og kallast það Lautin. Brekkugata 34 er hið glæsilegasta hús í góðu standi; það var allt endurgert að innan fyrir um áratug fyrir starfsemi Lautarinnar. Girðing á lóðarmörkum setur einnig skemmtilegan svip á umhverfið, en sú mun vera upprunaleg. Þessi mynd er tekin þ. 10.jan. 2016.

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

 

Ýmsar heimildir af vef, sjá tengla í texta.

 

 


Bloggfærslur 23. apríl 2016

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 58
  • Sl. sólarhring: 92
  • Sl. viku: 534
  • Frá upphafi: 417755

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 340
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband