Hús byggð samkvæmt 619.fundi Bygginganefndar Akureyrar 17.sept 1928.

Helstu heimildir mínar við vinnslu þessara litlu greina eru fundargerðir Bygginganefndar Akureyrarbæjar. Það var eiginlega fyrir hálfgerða rælni sem ég rakst á þessar bækur á Héraðsskjalasafninu sumarið 2014. Þess má geta, að fæstir þeirra pistla sem birst hafa hér á síðunni hefðu getað orðið til, hefði þessara heimilda ekki notið við. Í þessum ágætu fundargerðum getur maður séð hver byggði húsin og hvernig þau litu út í upphafi. (Aðrar mikilvægar heimildir eru t.d. teikningar sem finna má á Landupplýsingakerfinu og timarit.is en þar getur maður séð nokkuð nákvæmlega hvort og þá hvenær einhver starfsemi var til húsa í húsunum sem ég fjalla um þá stundina). Það var því mikil "bylting" í þessu brölti mínu þegar ég uppgötvaði Bygginganefndarbækurnar. Það var raunar hliðstæð bylting fyrir mig að finna Jónsbók, en það mikla verk er afrakstur Jón Sveinssonar fyrrum bæjarstjóra sem á fimmta áratugnum skráði upprunasögu hvers einasta uppistandandi húss og lóðar á Akureyri 1933-35. Í þeirri bók er möguleiki að fletta húsunum upp, en í fundargerðum Bygginganefndar eru götur og númer h.u.b. aldrei tilgreindar. Þar er yfirleitt talað um að þessi fái lóð t.d. vestan götu, næst norðan húss hins mannsins. En nóg um það.

Ég hef síðustu vikur fjallað nokkuð um hús við Oddeyrargötuna, og þar standa þrjú hús sem öll eru byggð eftir leyfum sem Bygginganefnd veitti fyrir nákvæmlega 88 árum þegar þetta er ritað. Tvö önnur hús sem enn standa, við Bjarmastíg og Eiðsvallagötu, voru einnig byggð skv. leyfum frá þessum sama fundi og því eru húsin alls fimm.  Verkamaðurinn segir svo frá þann 22.sept 1928: 

Byggingarleyfi var veitt á síðasta bæjarstjórnarfundi fyrir 5 ný íbúðarhús. Þorsteinn Thorlacius og Elín Einarsdóttir byggja við Oddeyrargötu, Kristján Markússon við Gilsbakkaveg, Guðrún Sigurgeirsdóttir við Bjarmastíg og Magnús Einarsson við Eiðsvallarg. 

P1100303

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ef marka má fundargerðir Byggingarnefndar gleymist raunar að nefna einn aðila þarna, en það er Pálmi Halldórsson, sem byggði við Oddeyrargötu 14 (sjá síðustu færslu). En hér eru umrædd hús:

P3050341

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þorsteinn Thorlacius byggði Oddeyrargötu 28

 

P1100302

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Elín Einarsdóttir byggði Oddeyrargötu 13. Á sama fundi var samþykkt að Sveinbjörn Jónsson annaðist bygginguna fyrir hana. 

 

PA310012

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Elín var sú yngsta (23)í hópi þeirra sem þarna fengu byggingarleyfi- og sú eina sem sem fædd var á 20.öld (1905). Aldursforseti húsbyggjenda var hins vegar hinn áttræði Magnús Einarsson organisti en hann fékk að byggja Eiðsvallagötu 3. Óskar Gíslason múrarameistari sá um byggingavinnuna fyrir Magnús.

P2280336

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eiðsvallagata 3 er elsta hús sem enn stendur við Eiðsvallagötu og þess má geta, að húsið sem Guðrún Sigugeirsdóttir fékk að byggja við Bjarmastíg er einnig það elsta við þá götu.

Kristján Markússon sótti um að fá að byggja við Gilsbakkaveg. Meirihluti nefndar lagðist hins vegar gegn veitingu leyfisins- en byggt var á þessum stað sjö árum síðar og þarstendur Gilsbakkavegur 1a.

P8180227

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimildir eru að sjálfsögðu sóttar í Fundargerðir Bygginganefndar 1921-30, fund nr. 619 þann 17.sept 1928 og á timarit.is, sjá tengil í texta. 


Hús dagsins: Oddeyrargata 14

Um daginn tók ég fyrir tvö hús við Oddeyrargötu, sem áttu það sameiginlegt, að byggingarleyfin fyrir þeim voru gefin út á fundi Bygginganefndar þann 17.september 1928. Það er fyrir réttum 88 árum þegar þetta er ritað. Alls fengu fimm aðilar húsbyggingarleyfi á þessum fundi nefndarinnar, og rötuðu þessi afköst nefndarinnar í blöð. Ég hef þegar tekið fyrir fjögur þessara húsa á þessum vettvangi og ekki úr vegi að taka það fimmta fyrir í dag, 17.september; á 88ára "byggingarleyfisafmæli" þess og hinna fjögurra. 

Á fundi bygginganefndar þann 17.september 1928 voru gefin út byggingaleyfi fyrir fimm húsum sem enn standa.P1100303 Þar af voru þrjú hús við Oddeyrargötu, hús Elínar Einarsdóttur og Þorsteins Thorlacius auk þess sem Pálmi nokkur Halldórsson fékk leyfi til að reisa tveggja hæða steinhús að ummáli 8,1x9 (þ.e. 73 fermetrar að grunnfleti). Þar er um ræða Oddeyrargötu 14, sem er eitt nokkurra sviplíkra húsa á vestanverðri Oddeyrargötu. Teikningarnar af húsi Pálma Halldórssonar gerði Halldór Halldórsson. Húsið er tvílyft steinsteypuhús með valmaþaki á lágum grunni, fullbyggt 1929. Á upprunalegum teikningum eru sexrúðupóstar í gluggum en nú eru krosspóstar á efri hæð en einfaldir póstar á neðri hæð, fög ýmist lárétt eða lóðrétt. Bárujárn er á þaki og inngangur á norðausturhorni. Húsið virðist að mestu óbreytt frá upphafi að yrta byrði.

En húsið er ekki eina húsið á lóðinni því þar stendur einnig bakhús, einlyft timburhús með háu risi. Veggir bakhúss eru panelklæddir og pappi á þaki, og er það nýtt sem geymsla. Árið 1932 fékk Pálmi leyfi til að reisa bráðabirgðaskúr á lóð sinni með þeirri kvöð að húsið skuli “rifið hvenær sem bærinn krefst þess, bænum að kostnaðarlausu” (Jónsbók, bls. 242). Þessi bókun er gerð í mars, en í október 1932 er bókað að risinn sé skúr úr timbri með miklu risi sem fari í bága við bæði skipulags- og brunamálareglur. Og fyrst minnst er inn á brunamálareglur, má geta þess að eldur kom upp í bakhúsi þessu snemma árs 1977. og skall þar hurð nærri hælum. Oddeyrargata 14 þ.e. Framhúsið hefur alla tíð verið tvíbýlishús, ein íbúð á hvorri hæð þó einstaka herbergi hafi verið leigð út til fjölskyldna og einstaklinga á fyrstu árum og áratugum. Húsið er næsta lítið breytt frá upphafi og lítur vel út. Það er hluti mjög skemmtilegrar heildar sem í Húsakönnun 2015 er sögð varðveisluverð heild. Þessi húsaröð spannar númerin 10-22 og um er að ræða röð samstæðra (en ólíkra þó) tveggja hæða húsa með valmaþaki, byggð árin 1927-31. Bakhúsið virðist einnig í ágætu standi, en ekki fylgir sögunni hvort það hús hafi varðveislugildi. Lóðin er vel gróin líkt og gengur og gerist á þessum slóðum en þar sem er tekin 10.janúar (2016) sést sá gróandi ekki á henni.

Heimildir:

Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar: Fundargerðir 1921-30. Fundur nr. 619. 17. sept. 1928. Óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri

Jón Sveinsson. 1955. Jónsbók“. Upplýsingar um upprunasögu húsa á Akureyri skráð 1945-55.Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

 


Bloggfærslur 17. september 2016

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 52
  • Sl. sólarhring: 55
  • Sl. viku: 459
  • Frá upphafi: 420159

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 332
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband