Hús dagsins: Grundargata 7

Grundargata er stutt gata á milli Gránufélagsgötu og Strandgötu.PA210691 Á vesturhorninu við Gránufélagsgötu stendur stórbrotið steinsteypuhús, Grundargata 7.

Árið 1920 fékk Sæmundur G. Steinsson byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á horni sunnan Gránufélagsgötu og vestan Grundargötu. Leyfið var veitt m.a. skilyrðum þess efnis að á lóðarmörkum væri eldvarnarveggur. Ekki liggur fyrir hver teiknaði húsið, en á Landupplýsingakerfinu má sjá raflagnateikningar frá 1924 af húsinu. Grundargata 7 er tvílyft steinsteypuhús á háum kjallara en það er e.t.v. álitamál hvort flokka eigi jarðhæð sem kjallara eður ei, þar eð hún er ekki mikið niðurgrafinn. En í húsakönnun Guðnýjar Gerðar og Hjörleifs ( 1995: 95) er Grundargata 7 alltént sögð tvílyft. Húsið er skiptist í raun í tvær álmur. Önnur , sem liggur meðfram Grundargötu, er með lágu risi en sú hlið sem snýr að Gránufélagsgötunni er með einhalla þaki og er eilítið hærri. Bárujárn er á þaki og krosspóstar eru í gluggum og í kverk milli álma eru tröppur og inngangur á fyrir efri hæðar en inngöngudyr fyrir kjallara eru nyrst á Grundargötuhlið. Á suðurstafni er eldvarnarveggur þ.e. gegnheill steyptur veggur án glugga.

Árið 1920 búa tvær fjölskyldur í húsinu, PA210690annars vegar áðurnefndur Sæmundur Steinsson sem titlaður er afhendingamaður, kona hans Magnea Magnúsdóttir og börn þeirra. Hins vegar Stefán Sigurðsson salthússtjóri og ráðskona hans Þórdís Ingimundardóttir og börn hennar. Líklega hafa þau búið hvor á sinni hæð hússins en geymslur eða verkstæði verið í kjallara. Ef flett er í gegn um gangagrunn timarit.is er ekki að sjá neina verslun eða starfsemi auglýsta í húsinu og af því má ráða að húsið hafi fyrst og fremst verið íbúðarhús í gegn um tíðina. Húsið er líkast til lítt breytt frá upphafi í stórum dráttum nema inngönguskúr á bakhlið var gerður 1979. Húsið er í ágætu standi og til mikillar prýði; stórbrotið og sérstakt. Á fyrstu árum steinsteypuhúsa var algengast, að steinhúsin bæru svipmót timburhúsa. Þ.e. ýmist einlyft með háu risi og miðjukvisti og tvílyft með lágu risi. Það er hins vegar ekki tilfellið með Grundargötu 7, því byggingarlag þess er einstakt. Húsið er líklega með fyrstu steinhúsum hér, þar sem farnar voru nýjar leiðir í útliti og gerð. Nú eru þrjár íbúðir í húsinu, ein á hverri hæð, neðsta hæðin hefur nýlega hlotið mikla yfirhalningu. Myndirnar eru teknar á fyrsta dag vetrar, 21.okt. 2017.

 

 

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrarbæjar. Fundargerðir 1902-1920, fundur nr. 476, 19.maí 1920. Óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri; húsakönnun. Akureyri: Minjasafnið á Akureyri í samvinnu við Skipulagsdeild Akureyrarbæjar.

Manntal 1920. Óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

 


Bloggfærslur 22. október 2017

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • P8291011
  • IMG 1478
  • IMG 1480
  • IMG 1476
  • IMG 1479

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 7
  • Sl. sólarhring: 92
  • Sl. viku: 756
  • Frá upphafi: 417038

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 506
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband