Hús dagsins: Bjarmastígur 6

P5250544 

Austan Bjarmastígs standa fimm hús, 2-10. Elst þeirra er nr. 6 en það reisti Pálmi Halldórsson húsasmiður árið 1942 eftir teikningum Tryggva Jónatanssonar. Pálmi fékk leyfi til að reisa hús á lóð sinni, ein hæð á háum kjallara úr steinsteypu, 12x9 m að utanmáli. Bjarmastígur 6 er einlyft steinsteypuhús á háum kjallara og með einhalla aflíðandi þaki. Líkt og öll húsin við austanverðan Bjarmastíg stendur húsið á mishæðóttri lóð þ.a. austanmegin virðist húsið tvílyft. Einfaldir póstar eru í gluggum, ýmist láréttir (t.d. á norðurhlið) eða lóðréttir og bárujárn er á þaki. Götumegin er hár þakkantur. Á framhlið eru svalir til suðvesturs en inngangur á norðvesturhorni. Þar er forstofubygging sem væntanlega er viðbót við upprunalega forstofubyggingu. Upprunalegar teikningar að húsinu eru ekki aðgengilegar á Landupplýsingakerfinu, en hér má finna raflagnateikningar Eyjólfs Þórarinssonar. Pálmi Halldórsson hafði um fimmtán árum áður reist hús skammt frá þessum stað, þ.e. Oddeyrargötu 14. Árið 1974 var húsinu breytt eftir teikningum Aðalsteins Júlíussonar, en upprunalega var þak hússins flatt. Að öðru leyti er húsið lítið breytt frá upprunalegri gerð.P5250545 Húsið er í góðu standi og lítur vel út. Á lóðarmörkum er steyptur veggur með járnavirki og lóð er vel gróin. Þar er m.a. að finna gróskumikil reynitré, en þau voru í miklum blóma þegar ég átti þarna leið með myndavélina þann 25.maí 2017.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarbæjar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr.902 13.mars 1942. Óprentað, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

 

Landslag arkitektastofa 2014. Akureyrarbær Miðbær- Húsakönnun. Unnið fyrir Akureyrarbæ. Óprentað, pdf aðgengilegt á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/midbaer_husakonnun-2014.pdf

 


Bloggfærslur 17. nóvember 2017

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 420
  • Frá upphafi: 420120

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 309
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband