Hús dagsins: Klapparstígur 5

Réttum sex árum - og degi betur- fyrir stofnun Lýðveldisins Íslands, þ.e. 16.júní 1938 var Margréti H. Eiríksdóttur, Þingvallastræti 14, leyft að reisa íbúðarhús á leigulóð sinni á Klapparstíg 5. P4010507Húsið skyldi vera 8,3 x 8m að grunnfleti, steinsteypt með kjallara, tvílyft með flötu þaki. Margrét óskaði eftir því, að fá að byggja aðeins eina hæð til að byrja með en láta aðra hæð bíða að sinni. Bygginganefnd féllst á það, en setti það skilyrði að húsið skyldi fullbyggt innan fimm ára. Þá fékk hún síðar um sumarið leyfi Bygginganefndar til að sleppa kjallara undir húsinu.

En húsið hefur greinilega verið fullbyggt árið 1940 því í Manntali það ár er húsið tvær hæðir, og þar búa á neðri hæð Margrét og maður hennar Helgi Júlíusson og á þeirri efri Jóhanna Jónsdóttir vefnaðarkona ásamt fjórum leigjendum og ársgamalli dóttur, Körlu Hildi Karlsdóttur. Þar er húsið sagt “um 5 ára” steinsteypt með innviðum timbri.Teikningarnar að húsinu gerði Stefán Reykjalín, en hann teiknaði einnig næsta hús vestan við þ.e. Klapparstíg 3. Í upphafi var húsið 8,3x8m að grunnfleti, þ.e. nánast ferningslaga og með flötu þaki. Árið 1966 var hins vegar byggt við húsið til norðausturs og líklegast hefur einhalla þakið verið sett á samtímis. Stefán Reykjalín gerði einnig þær teikningar og þær eru aðgengilegar á Landupplýsingakerfinu. Þar sést að viðbygging er 11x4,60m að stærð og þar var stofa og herbergi á neðri hæð en stofa og eldhús á þeirri efri, auk inngöngudyra á bakhlið með steyptum tröppum og dyraskýli.

En Klapparstígur 5 er tvílyft steinsteypuhús á lágum grunni með aflíðandi, einhalla þaki (skúrþaki), múrhúðað og með bárujárni á þaki. Í gluggum eru einfaldir póstar með lóðréttum fögum og á suðurhlið eru horngluggar í anda funkisstefnunnar en á viðbyggingu eru stórir og víðir gluggar, sem ég hef einfaldlega kallað “stofuglugga”. Þannig má í rauninni greina það á gluggasetningunni hvor hluti hússins er yngri en húsið er flokkað sem blendingur funkis og modernisma í Húsakönnun 2015. Upprunalega húsið er væntanlega fulltrúi fyrrnefndu stefnunnar og viðbyggingin þeirrar seinni. Í sömu húsakönnun er tekið fram að viðbygging falli ágætlega að gamla húsinu. Það getur sá sem þetta ritar svo sannarlega tekið undir. Klapparstígur 5 er sérlega smekklegt og glæst hús og í góðri hirðu. Skemmtilegt grjóthleðslumunstur á norðurhlið gefur húsinu skemmtilegan svip. Tvær íbúðir í húsinu.

Ég minntist aðeins á húsagerðir áðan, funkis og módernisma. Svo skemmtilega vill til, að húsin við Klapparstíg standa í aldursröð; 1 er byggt 1930, nr. 3 ´33, nr. ´38 og ´66 og það yngsta nr. 7 er byggt 1967. Það vill einnig svo til, að þau eru eins og safn húsagerðarlist á fyrri hluta og upp úr miðri 20.öld. Lítum aðeins á það. Númer 1 er steinsteypuklassík, 3 er steinsteypu-nýklassík, og númer 7 flokkast undir módernisma- en það er langyngst húsa götunnar byggt 1967 þ.e. ári eftir að byggt var við nr. 5. Þannig má segja að nr. 5 brúi bókstaflega bilið milli tímaskeiða og byggingargerða; funkis yfir í módernískt. (Þetta eru auðvitað aðeins hugleiðingar og fabúleringar undirritaðs...) Myndin er tekin laugardaginn 1.apríl sl.

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-40. Fundur nr.818, 16.júní 1938.

Fundur nr. 820, 9.ágúst 1938.

Manntal [á Akureyri] 1940.

Tvö ofantalin rit eru óprentaðar og óútgefnar heimildir, varðveittar á Héraðskjalasafninu á Akureyri.

 


Bloggfærslur 8. apríl 2017

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 15
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 432
  • Frá upphafi: 417801

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 243
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband