Hús dagsins: Gefjunarhúsið á Gleráreyrum

Öll Hús dagsins hingað til hafa átt það sameiginlegt að vera ennþá uppistandandi. Húsið á myndinni hér til hægri er hins vegar horfið. Þetta er Gefjunarhúsið á Gleráreyrum. Það var byggt árið 1907 og var á sínum tíma eitt mesta stórhýsi bæjarins, steinhlaðið og vel vandað til í alla staði. Húsið var reist fyrir ullarverksmiðjuna Gefjuni en rekja má sögu ullariðnaðar á Gleráreyrum allt til ársins 1897 er Tóvélar hófu starfsemi sínu. Tóvélar voru fyrirrennari þess iðnaðar sem fram fór á þessu svæði alla 20.öldina. (Enn má reyndar segja þarna fari fram iðnaður þó engar séu verksmiðjurnar, en á Gleráreyrum er nú staðsett miðstöð þjónustu- og verslunariðnaðar, Glerártorg) Sambands Íslenskra Samvinnufélaga, SÍS, keypti svo verksmiðju Gefjunar árið 1930. Verksmiðjan var starfrækt áfram í húsinu áratugum saman en SíS hóf skömmu seinna mikla uppbyggingu iðnaðar og verksmiðjuhúsa á Eyrunum. Verksmiðjuhúsin urðu hins vegar að víkja fyrir stækkun verslanamiðastöðvarinnar Glerártorgs, en það var upprunalega opnað árið 2000, (að hluta til í fyrrum verksmiðjuhúsnæði Skinnaiðnaðar ) en stækkuð 2008.  Niðurrif húsanna tók margar vikur, enda um miklar og traustlegar byggingar að ræða. Húsið var orðið mjög mikið breytt frá fyrstu gerð, marg viðbyggt og líklega var sá hluti sem sést á myndinni sá sem kom næst því að vera upprunalegur hluti hússins. Síðustu árin voru í húsinu trésmíðaverkstæði og vinnustofur listamanna. Mörgum þótti niðurrif húsanna mikil hneisa og jafnvel móðgun við atvinnusögu Akureyrar, enda saga verksmiðjanna samofin þeirri sögu og sögu Akureyrar almennt á 20.öld. Sérstaklega sáu menn eftir Gefjunarhúsinu, enda var það eitt elsta iðnaðarhúsnæði bæjarins, á 100.aldursári þegar yfir lauk. Þessi mynd er tekin 8.janúar 2007, viku áður en húsið var jafnað við jörðu. Hér að neðan eru svo fleiri myndir af niðurrifinu en þar mátti greina m.a. upprunalega bogadregna glugga og gamlan turn, líklega skorstein sem hafði verið falinn inní seinni tíma viðbyggingum. ATH: HUGSANLEGA ER ÞAР MISJAFNT EFTIR VÖFRUM EÐA UPPSETNINGU ÞEIRRA HVORT MYNDIRNAR BIRTAST Í  RÖÐ EÐA Í ÓREGLULEGRI HRÚGU.

707513730.jpg   707513831.jpg  707513658.jpg   707513575.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að segja frá því Nóri að afi minn var yfirsmiður hjá Gefjun! Ég fór oft með honum í vinnuna að smíða og drekka mjög svo rykfallið Malt. Þetta var snilldar verkstæði.

Mummi (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 13:51

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Gaman og fróðlegt að heyra það :) Mér finnst einmitt mjög gaman að fá komment á borð við þetta, þar sem menn þekkja húsin af eigin raun og gata deilt því.

Kveðja, ABH.

Arnór Bliki Hallmundsson, 16.2.2010 kl. 20:01

3 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Biðst innilega afsökunnar á ÍTREKUÐUM málfræðivillum í færslunni hér að ofan. Er búinn að leiðrétta, en ég skrifaði Gefjuni alltaf með tveimur n-um. Ég hef einhvernvegin gefið mér það að Gefjunn væri hliðstætt við kvenmannsnöfnin Steinunn, Ingunn, Iðunn o.s.frv. sem eru alltaf með tveimur n-um í öllum föllum.

Arnór Bliki Hallmundsson, 17.2.2010 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 420
  • Frá upphafi: 420120

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 309
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband