Hús dagsins: Aðalstræti 54: Nonnahús

p5230010.jpgEitt þeirra húsa sem mér hefur alltaf fundist að verði að taka fyrir, fyrst ég er að þessu á annað borð- eitt af þekktari gömlu húsum á Akureyri er Nonnahús. Enga hef ég nú átt mynd af því en dreif mig í góða veðrinu í dag og bætti úr því. En eins og væntanlega allir vita er húsið kennt við rithöfundinn, prestinn og heimsborgarann Jón Sveinsson eða Nonna (1857-1944). Hann mun hafa átt heima í þessu húsi frá 8 ára aldri þar til hann hélt utan til náms 1870, 12 ára gamall. Hann átti lengst af heima erlendis eftir það og varð raunar "heimsfrægur" fyrir ritverk sín en bækur hans munu hafa verið þýddar á yfir 30 tungumál og húsið heimsækja aðdáendur Nonna hvaðanæva af úr heiminum. Þá má ekki gleyma sjónvarpsþáttaröðinni sígildu frá 1989 um Nonna og Manna þar sem stórsöngvarinn Garðar Thor Cortes sló í gegn í hlutverki Nonna. En Nonnahús er um 160 ára gamalt, talið byggt einhvern tíma á bilinu 1849-53 og mun fyrsti eigandinn hafa verið Jósef Grímsson. Húsið er dæmigert fyrir eldri gerð timburhúsa, einlyft með bröttu risi og hefur líkast til verið tjargað svart í upphafi. Einlyft bakbygging með skúrþaki  er nokkuð örugglega seinni tíma viðbygging og allt eins gæti ég trúað að miðjukvistur að framan hafi einnig verið settur á seinna. Páll Magnússon í Kjarna keypti af  húsið af Jósef 1858 og átti hann það þegar fjölskylda Nonna bjó þar. Húsið skipti oft um bæði eigendur og leigjendur fram á miðja 20.öld en þá var húsið orðið illa farið og þegar Zontaklúbbur Akureyrar fékk það að gjöf 1952 var það notað sem verkstæði og geymsla. Klúbburinn gerði húsið upp sem safn og var það opnað 1957 á 100 ára afmæli Nonna. Í húsinu eru ótal munir og bækur frá Nonna og auk þess gefur húsið ágætis mynd af því hvernig alþýðufólk í kaupstöðum bjó fyrir 100-150 árum. Nonnahús er alfriðað, í A-flokki. Eins og áður hefur komið fram í dag þá er þessi mynd tekin fyrr í dag, 23.5.2010. Fyrir þá sem vilja kynna sér húsið, safnið eða Nonna sjálfan og verk hans frekar bendi ég á heimasíðu Nonnahúss, hér.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Fallegt hús og nú fer ég að skoða linkinn.

Ragnheiður , 24.5.2010 kl. 01:10

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Já, þetta er býsna fallegt hús og lætur lítið yfir sér, eiginlega falið á baklóð við Aðalstrætið. Vel við haldið og í því sem næst upprunalegu horfi; Að ganga þarna inn er líka eins og að bakka öld aftur í tíman.

Arnór Bliki Hallmundsson, 24.5.2010 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 70
  • Sl. sólarhring: 87
  • Sl. viku: 546
  • Frá upphafi: 417767

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 345
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband