Hús dagsins: Spítalavegur 1

p5290056.jpgSpítalavegur er nokkuð skemmtileg gata sem tengir Innbæinn við Neðri-Brekku. Hann beygir niður frá Eyrarlandsvegi við SA horn Lystigarðsins og og sker  brekkubrúnina ofan Hafnarstrætis og steypist í hlykkjum niður í kjaft Lækjargils. Horn götunnar og Lækjargötu er annálað leiðindahorn m.t.t. umferðar.

En húsið á myndinni stendur neðst við Spítalaveginn og er þar nr.1. Húsið reisti Guðmundur Vigfússon skósmiður árið 1903 en stækkaði það til suðurs fjórum árum seinna. Hann rak skósmíðaverkstæði sitt í húsinu og bjó þar, og seinna meir var annar iðnaðar- og verslunarrekstur í húsinu. Húsið er tvílyft* timburhús á háum steyptum kjallara með lágu risi. Það stendur raunar dálítið neðan við Spítalaveg þar sem hann liggur og snýr raunar að Aðalstrætinu en myndin er tekin úr þeirri götu. Ástæðan fyrir því mun vera sú að núverandi Spítalavegur er raunar annar en hinn upprunalegi, þ.e. neðri parturinn. Neðan við húsið má sjá hvar stígur sker brekkuna. Er þetta göngustígur sem liggur gegn um skógarþykkni efst í Hafnarstrætisbrekkunni og kemur upp ofarlega á Spítalaveg. Sá stígur skilst mér að sé hinn upprunalegi Spítalavegur(eða Spítalastígur ) Neðri hluti núverandi Spítalavegs er þá hluti annarrar götu sem hét Ráðhússtígur. Spítalavegur 1 hefur síðustu áratugi verið íbúðarhús, hvort að séu 3 eða 4 íbúðir í því. Fyrir svosem áratug var það í heldur lélegu ásigkomulagi að utan en síðustu ár hefur það verið tekið alveg í gegn, bæði húsið sjálft og nærumhverfi þess og er mikill sómi að. Þessi mynd er tekin 29.maí sl.

* Allur gangur er á því  hvernig farið er með orðin einlyft, tvílyft, þrílyft o.s.frv. Stundum sér maður að talað sé um þrílyft hús ef hæðir eru alls þrjár kannski kjallari, hæð og ris. Það myndi  hinsvegar annars staðar kallast einlyft með kjallara og risi. Svo hefur maður séð ýmist annaðhvort ris eða kjallara tekin með í "lyft" hugtakinu. Ég hef vanist því að nota "lyft" yfir allar hæðir húsa utan kjallara og ris. Þannig að tvær hæðir og ris er þá tvílyft með risi, og kjallari+hæð+ris myndi ég kalla einlyft á kjallara með risi. Sjálfsagt má deila um þetta en í flestum fræðibókum sem ég hef lesið um sögu húsa hefur orðnotkunin miðast við þetta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 412
  • Frá upphafi: 420112

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 302
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband