Hús dagsins: Hafnarstræti 67.

p7060069.jpgHafnarstræti 67, einnig kallað Skjaldborg, var reist 1926 sem samkomuhús fyrir Góðtemplarastúkurnar og Ungmennafélag Akureyrar.  Húsið er  tvílyft með háu risi á háum kjallara, byggt úr sérstakri gerð hleðslusteins, R-steini. Byggingameistari þess og teiknari var Sveinbjörn Jónsson (1896-1982). Sveinbjörn, sem jafnan var kenndur við Ofnasmiðjuna, er tvímælalaust einn af "stærri nöfnunum" í íslenskri byggingasögu. Sveinbjörn fann einmitt upp áðurnefndan R-stein 1919 og hóf á honum framleiðslu.  En hann var fæddur í Svarfaðardal og uppalin á Ólafsfirði en lærði byggingarfræði í Osló einn vetur 1917-18. Hann bjó og starfaði á Akureyri 1919 til 1936 og teiknaði og byggði mörg hús á Akureyri og Eyjafirði á þeim árum, fleiri en svo að þau verði öll talin upp hér. Fyrstu búskaparár bjó hann einmitt í Gömlu Gróðrarstöðinni.  Hann teiknaði m.a. hús KEA (1930) og fjölda annarra stórhýsa, atvinnuhúsnæði, íbúðarhús og Kaupangskirkja (1922) Í Eyjafirði (7km framan Akureyrar ) er hans verk. Hér er raunar komið verðugt verkefni fyrir mig að taka fyrir á þessari síðu hús Sveinbjarnar (eða a.m.k. hluta þeirra) og mjög líklega mun ég fjalla fleiri hús eftir hann á næstu vikum og mánuðum. En aftur að húsinu sjálfu. En Ungmennafélagið og Góðtemplarar notuðu húsið nokkra áratugi sem samkomuhús og voru m.a. með kvikmyndasýningar þar. Seinna eignaðist húsið Prentsmiðja Björns Jónssonar og þarna hóf Bókaútgáfan Skjaldborg starfsemi sína. Árin 1985-90 var húsið allt tekið til gagngerra endurbóta og þá voru m.a. byggðir kvistirnir fjórir á risið og húsið byggt upp sem hótel og þjónar það enn því hlutverki. Er það nú, sem áður fyrr, stórglæsilegt.   Fyrst var þarna Hótel Óðal en í húsinu er nú rekið hótel undir hinu fornfræga nafni Hótel Akureyri. Þessi mynd er tekin 6.7.2010.

 

Heimildir: Friðrik G. Olgeirsson, Halldór Reynisson og Magnús Guðmundsson (1996). Byggingameistari í stein og stál; Saga Sveinbjarnar Jónssonar í Ofnasmiðjunni 1896-1982. Reykjavík: Fjölvi.

Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 58
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 465
  • Frá upphafi: 420165

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 337
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband