Hús dagsins: Oddeyrargata 3

Oddeyrargata er ein af eldri og rótgrónu götunum á Akureyri. P4200001Þar standa að mestu eldri steinsteypuhús, byggð frá 1920 til 1935 en þetta hús, Oddeyrargata 3 er elst húsa við götuna og er húsið byggt 1908. Húsið er eitt fárra timburhúsa við götuna, og er dæmi um einföld, lítil og látlaus timburhús frá byrjun síðustu aldar. Ekki er húsið þó alveg laust við skraut, því ef vel er að gáð má sjá útskornar sperrutær skaga út undir slútandi þakbrún á gafli. Oddeyrargata 3 er einlyft á steinkjallara með háu portbyggðu risi. Portbyggð ris eru þannig að gólf rishæðar stendur lægra en þakbrúnin, þ.e. súðin nær ekki niður á gólf. Húsið er að líkindum næsta lítið breytt frá upphafi a.m.k. að utan nema hvað forstofubygging á gafli er seinni tíma viðbót. Húsið er nú einbýlishús og hefur líkast til verið alla tíð, en á fyrri hluta 20.aldar var hins vegar ekki óalgengt að margar fjölskyldur byggju í húsum af þessari stærð. Húsið er mikil prýði í götumyndinni og stendur á stórri og gróinni lóð. Þessi eini gluggi á götuhlið gefur húsinu dálítið skemmtilegan svip.  Þessi mynd er tekin sl. miðvikudag, 20.apríl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 7
  • Sl. sólarhring: 86
  • Sl. viku: 424
  • Frá upphafi: 417793

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 237
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband