Hús dagsins: Norðurgata 3

p6220122.jpgEnn erum við stödd í neðst í Norðurgötu, síðast var nr. 1 en húsið á þessari mynd er Norðurgata 3. Það er jafn gamalt nr. 1, byggt 1899 af Valdimar Gunnlaugssyni skósmiði. Líklega hefur hann haft skósmíðastofu í kjallara eða hæð. Á þessum tíma voru nefnilega sérstök iðnaðarhúsnæði- eða verslunarhúsnæði sjaldgæf, iðnaðarmenn (eða verslunarmenn) bjuggu oftast og stunduðu iðju sína í sama húsi, eða alltént á sömu lóð- etv. með verkstæði í bakhúsum. Í kjallaranum í húsinu mun hafa verið brunnur sem þjónaði næstu húsum í Norðurgötu. En bak við húsið, milli Norðurgötu og Lundargötu rann lækur eða síki sem kallaður var Fúlilækur. En þangað var allt skólp Eyrarinnar losað og nafnið Fúlilækur trúlega ekki komið til af ástæðulausu! Brunnurinn mengaðist auðveldlega af læk þessum, einkum í leysingum og flóðum og það skapaði, eins og nærri má geta, hættu á ýmsum sóttkveikjum og pestum. Þetta vandamál var einn helsti hvatinn að því að vatnsveita var lögð á Akureyri árið 1914, enn frárennsliskerfi komu örugglega eitthvað seinna. En um 1930 voru flest öll ný hús búin þessum helstu nútímaþægindum, rennandi vatni, frárennsli og rafmagni- þó sjálfsagt hafi verið allur gangur á slíkri væðingu eldri húsa. Enn aftur að húsinu. Norðurgata 3 er einlyft timburhús á háum steinkjallara, með portbyggðu risi og stórum miðjukvisti. Á bakhlið er stór flatur kvistur, raunar hefur risinu verið lyft* að hluta (einhvern tíma heyrði ég svona kvisti kallaða Hafnarfjarðarkvisti) og einnig eru svalir á efri hæð og nýlega hafa verið byggðar svalir á neðri hæð. Húsið er allt bárujárnsklætt og krosspóstar í gluggum. Íbúðaskipan hefur líklega tekið miklum breytingum gegn um tíðina, þarna hafa vafalítið búið margar fjölskyldur saman í eina tíð en nú eru í húsinu 3 íbúðir, tvær á hæð og ein í risi. Þessi mynd er tekin á miðnætti 22.júní sl.

*Stundum er önnur hlið risþaka byggð upp, þ.a. það verði eins og heil hæð og þak er þá aflíðandi eða flatt. Það er kallað að risi sé lyft.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P5150358
  • IMG_0082
  • IMG_0081
  • IMG_1520
  • IMG 1494

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 23
  • Sl. sólarhring: 47
  • Sl. viku: 465
  • Frá upphafi: 419246

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 352
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband