Hús dagsins: Lækjargata 7

Í beinu framhaldi af umfjöllun og myndasyrpu úr Búðargili er rétt að taka fyrir nokkur hús sem þar standa, í Lækjargötu,P8210293 en sú gata liggur upp gilið frá Aðalstræti og kemur upp á Þórunnarstræti eða Höfðavegi,sem liggur að Kirkjugarði Akureyrar. Fyrir rúmum áratug var maður kominn uppí sveit þegar maður kom upp Lækjargötuna, því í beinu framhaldi af götunni var heimreiðin að býlinu Hlíð (fór reyndar í eyði um 1995, rifið 2001) og handan Þórunnarstrætis voru beitarlönd. Nú eru gatnamót Þórunnarstrætis og Miðhúsabrautar ofan Búðargils og þar Naustahverfi, sem byggst hefur upp eftir 2002.

En húsið hér á myndinni stendur hinsvegar neðarlega í Búðargili og er númer 7 við Lækjargötu. Húsið er byggt 1877, tvílyft timburhús með lágu risi á lágum grunni. Hugsanlegt gæti verið að það hafi verið einlyft í upphafi og risinu lyft síðar, en alltént var það komið með núverandi útlit um 1915. Lækjargata 7 er látlaust og einfalt hús, það virðist í góðu standi og vel við haldið og staðsetning þess er einkar skemmtileg hátt ofan við götuna á dálitlum hól í gilkjaftinum. Ein íbúð er í húsinu en gætu vel hafa verið fleiri í langri tíð hússins. (Aldur hússins er tvöfaldur aldur löggilts ellilífeyrisþega, 134ár sem er tvisvar 67 Wink )  Bárujárn er á þaki og þverpóstar í gluggum en ég er hreinlega ekki viss hvort húsið er múrhúðað eða asbestklætt. Þessa mynd tók ég sl. laugardag 21.8.2011, í ljósmyndaleiðangri um Búðargilið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 27
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 631
  • Frá upphafi: 420104

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 477
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband