Hús dagsins: Gránufélagsgata 22

Hús dagsins í dag stendur beint á móti síðasta húsi dagsins á horni Gránufélagsgötu og Hríseyjargötu. P1150061Á þessu horni hafa árekstrar verið nokkuð tíðir gegn um árin og áratugina- en ástæðan er sú að fyrir þeim sem kemur niður Gránufélagsgötuna (hún liggur A-V og einstefna í austur) ber að víkja fyrir umferð sem kemur norður eftir Hríseyjargötu (hún er einnig einstefna)- og ekki allir sem gæta að því! En að húsinu. Fyrsta húsið sem reis þarna var smiðja eða verkstæðishús og var það byggt 1914 af Sigurði Víglundssyni. Það var einlyft með bröttu risi, steinsteypt og eitt af fyrstu steinsteypuhúsum Akureyrar. Hann byggði við húsið 1921. Það mun líkast til vera einlyfta byggingin með skúrþakinu lengst til vinstri á myndinni. Árið 1923 reis "aðal" húsið, þ.e. tvílyft steinsteypuhús með valmaþaki. Þannig var upprunalega smiðjan orðin kjarni í þessari sambyggingu íbúðarhúss, smiðju og geymslu. Húsið hefur líklega verið tvíbýli frá upphafi, íbúðir á efri og neðri hæð- allavega hefur sú íbúðaskipan verið sl. áratugi. Hugsanlega hefur einhvern tíma verið búið í smiðjuhúsinu einnig. Þessi samsetning húsa er svolítið sérstök og hefur sambyggingin skemmtilegan svip- mér finnst húsin minna dálítið á sveitabæ þar sem íbúðarhús og útihús eru sambyggð (en slíkt var raunar ekki óalgengt á þeim tíma sem húsin voru byggð). Húsin eru í ágætis hirðu og þarna eru skil milli mismunandi bygginga nokkuð greinileg. Þessi mynd er tekin 15.jan 2012.

Heimildir: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 20
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 427
  • Frá upphafi: 420127

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 316
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband