Hús dagsins: Gránufélagsgata 27

Um þetta hús get ég fjallað dálítið ítarlegar en mörg önnur- en ég bjó í þessu húsi frá maílokum 1997 til vordaga 1999. félagsgata 27En Gránufélagsgötu 27 byggði maður að nafni Jóhannes Júlíníusson árið 1926 eftir teikningu Magnúsar Bjarnasonar. Húsið er tvílyft steinsteypuhús með háu risi og mjórri stigabyggingu að aftan. Aftantil er einnig kassalaga kvistur, sennilega seinni tíma viðbót. (Ég veit fyrir víst að í útveggjum er reiðingur- en það sá ég þegar borað var fyrir eldhúsviftu 1998.) Í upphafi mun hafa verið verkstæði á neðri hæð en íbúð á efri hæð og risi. Nú eru tvær íbúðir í húsinu ein á neðri hæð og önnur á hæð og risi. Neðri hæð skiptist í stofu og herbergi, lítið hol á stofu og herbergis þar sem gengið er í eldhús en forstofa neðri hæðar er tvískipt fyrst lítil undir stigahúsi efri hæðar og svo forstofugangur þar sem gengið er inná baðherbergi og stofu og inní þvottahús sem er sameiginlegt með efri hæð. Ég flutti inn í þá íbúð að kvöldi 31.maí 1997, þá tæplega 12 ára. Hafði verið búsettur í Eyjafjarðarsveit fram að því og leist bara hreint ekki á það að flytja í bæinn. En það var nú fljótt að venjast- þegar ég hóf að fara í göngutúra um hverfið að Pollinum um Miðbæinn og skömmu seinna byrjaði ég í Skólagörðunum. Þetta sumar 1997 var einstaklega sólríkt og varð það mitt helsta tómstundagaman að ganga um bæinn, Eyrina, Miðbæinn og jafnvel inní Innbæ. En örstutt frá þessu húsi er staðsett ein stofnun sem ég "uppgötvaði" fljótt og átti eftir að verða mér mikið athvarf- nefnilega Amtsbókasafnið.P8280033 Þess má geta að ég hef alla tíð síðan sótt það reglulega. Þar komst ég í bækurnar um Oddeyrina og seinna Innbæinn og það gerði göngutúrana um þessa bæjarhluta enn meira spennandi. Að geta tengt gömlu húsin við ártöl og nafngreinda menn sem byggðu þau og bjuggu þar- og í sumum voru jafnvel ýmsir merkismenn fæddir!  Þarna má segja að áhuginn fyrir gömlum húsum og byggingarsögu Akureyri byrji hjá mér! En aftur að húsinu sjálfu. Á efri hæð er stofa, en voru áður tvær og stórt eldhús, forstofa og bað og herbergi innaf forstofu (áður stofu) Hringstigi liggur uppí ris þar sem er langur gangur inní gluggalaust sjónvarpshol með herbergjum sitt hvoru megin og eitt herbergi er í kvisti- innaf gangi. Herbergjaskipan er nokkuð breytt á hæð frá upphafi- og raunar aðeins á síðustu 15 árum. 4.júlí 1998 stækkuðum við eldhúsið, söguðum vegg milli eldhúss og bókaherbergis sem þá var og í kjölfarið lokuðum við á milli stofanna og breyttum annarri í svefnherbergi. Húsið var komið á viðhald að utan þegar ég bjó þarna og seldum við það í því ástandi. Þakklæðning var farin að láta verulega á sjá. En árin 2005-10 var húsið allt tekið í gegn að utan, byrjað að skipta um þak haustið 2005. Þá kom í ljós að þakið hafði verið einangrað með gömlum netadræsum! En eins og sjá má á yngri mynd er húsið núna allt hið glæsilegasta og er þetta stórfínt hús að flestu leyti- góður andi í því. Myndirnar eru teknar 21.jan 2005 og 28.ágúst 2010.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

Sá mynd í Mbl. í dag. Þar var sýnt hvernig Drottingarbrautin á að líta út skv. deiliskipulagstillögu. Hvaða eru menn að hugsa? Vona að þetta nái aldrei fram að ganga!

 Bestu kveðjur frá Brávöllum

Margrét Harðardóttir (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 14:26

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Sæl Þetta er örugglega af svipuðum toga og síkisævintýrið í Miðbænum sem blessunarlega varð aldrei neitt úr. Allavega fer þetta ekki þegjandi og hljóðalaust í gegn sbr. þetta:

http://www.akureyri.is/is/ibuagatt/frettir/niu-athugasemdir-vegna-drottningarbrautarreits

Mér finnst að það eigi ævinlega að stíga varlega til jarðar þegar skipulögð eru eldri og rótgróin svæði á borð þetta.

Arnór Bliki Hallmundsson, 10.3.2012 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P5150358
  • IMG_0082
  • IMG_0081
  • IMG_1520
  • IMG 1494

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 53
  • Sl. sólarhring: 64
  • Sl. viku: 495
  • Frá upphafi: 419276

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 363
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband