Hús dagsins nr. 141: Tónatröð 11; Sóttvarnarhúsið og Litli- Kleppur

Í beinu framhaldi af umfjölluninni um Skíðastaði, sem áður var Sjúkrahús er etv. rétt að fjalla um þau hús sem enn af húsum spítalans á Undirvelli, brekkubrúninni norður af Búðargili.P7220093 Eins og fram kom í fyrri færslu var spítalinn reistur árið 1898 af Snorra Jónssyni. Sjö árum seinna var reist annað hús, einum 50 metrum vestar, ofar í brekkunni. Það hús sést á þessari mynd fyrir miðju. Var húsið byggt sem sóttvarnarhús, mér skildist einhvern tíma að þetta hafi verið mikið nýtt þegar erlend skip heimsóttu Akureyri og veikindi meðal skipverja. Húsið er sumsé byggt 1905 og er einlyft timburhús með portbyggðu risi á steyptum kjallara. Ekki veit ég fyrir víst hvenær húsið lauk hlutverki sínu sem sóttvarnarhús en um 1950 var húsið orðið íbúðarhús- sem það er enn í dag. Árið 1945 var húsið sem sést til hægri byggt, einlyft steinsteypuhús með söðulþaki og var það geðdeild spítalans, kallað Litli-Kleppur. Á geðdeildinni vann lengi Jóhann Konráðsson og bjó hann í gamla sóttvarnarhúsinu ásamt fjölskyldu sinni- en meðal barna hans er Kristján Jóhannsson stórsöngvari. Húsið var geðdeild spítalans í um hálfa öld, fram undir 1995 en er nú samkomusalur. Gamla sóttvarnarhúsið er hins vegar, sem áður segir íbúðarhús og er einbýli. Það er í mjög góðri hirðu, var allt "tekið í gegn" fyrir um 15-20 árum síðan og er næsta lítið breytt frá upprunalegu útliti að utan. Húsið stendur nú við Tónatröð en það heiti var götuslóðanum sem lá upp frá Spítalaveginum að gömlu sjúkrahúsbyggingunum gefið fyrir einhverjum árum síðan. Áður töldust þessi hús til Spítalavegs 11- líkt og gamla sjúkrahúsið.Þessi mynd er tekin á góðviðrisdegi, 22.júlí 2010. Þá láðist mér að mynda þann hluta sjúkrahússins sem enn stendur en það er Spítalavegur 13, sem reist var sem viðbygging árið 1920. Það hús hyggst ég mynda sem fyrst og birta hér á síðunni í næstu húsaumfjöllun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 56
  • Sl. viku: 609
  • Frá upphafi: 420082

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 459
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband