Hśs dagsins (nr. 157): Krambśšin ķ Nešstakaupstaš

Ķsafjöršur sem įšur hét Eyrarkaupstašur eša Eyri viš Skutulsfjörš er gamall bęr, žar eru heimildir um verslun frį 16. öld og eyrinni viš Skutulsfjörš stóšu hśs į tķma einokunarverslunar snemma į 17.öld.P7120081 Undir lok 18.aldar var risin žarna lķtill kaupstašur framarlega į eyrinni, Nešstikaupstašur og nokkur žeirra hśsa standa enn. Elst žessara hśsa er hśsiš hér į myndinni, Krambśšin. Hśsiš er elsta hśs sem ég hef nokkru sinni tekiš fyrir hér į sķšunni. Žar hafši elsta hśs Akureyrar, Laxdalshśs, byggt 1795, vinninginn žar til nś en Krambśšin er miklu eldri. (Raunar veršur Laxdalshśs komiš ķ 5. sęti yfir elstu hśsin hér į sķšunni žegar umfjölluninni minni um Nešstakaupstaš, žvķ žar standa  fjögur hśs sem eru byggš 1757-1784.)

En Krambśšin er elsta hśs sem enn stendur į Ķsafirši, byggt 1757 af dönskum einokunarkaupmönnum og er śtlit žess er nokkuš dęmigert fyrir hśs frį žessum tķma hérlendis, einlyft į lįgum sökkli meš bröttu risi og boršaklęšningu og kolsvart aš lit. En žessi svarti litur sem er svo įberandi į žessum elstu hśsum kemur til af žvķ aš į žessum tķma tķškašist aš hśs vęru tjörguš til aš verja fyrir vešri og vindum, en mįlning var dżr og illfįanleg. Nś er bįrujįrn į žaki og kvistir į risi eru eflaust seinni tķma višbętur. Aš öšru leyti mun hśsiš nęsta lķtiš breytt aš utan. Hśsiš er grindarhśs eša bindingsverkshśs. En žaš er ķ raun hįlfgildis millistig steinhśsa og timburhśsa, ž.e. hśsiš er byggt upp į timburgrind en ķ grind var mśrhlešsla. Hśsin voru svo yfirleitt klędd boršaklęšningu aš utan en mśrhlešslan žótti óžétt fyrir Ķslenskar ašstęšur.   Eins og nafniš gefur til kynna var hśsiš upprunalega krambśš en žannig verslunum mętti  lķkja viš matvöruverslun eša kjörbśšir. Verslunarrżmi var ķ sušurenda en vörugeymsla ķ žeim nyršri og verslaš var ķ Krambśšinni ķ rśm 150 įr, en um 1920 var žaš tekiš ķ gegn aš innan og breytt ķ ķbśšarhśs. Enn er bśiš ķ hśsinu og er žaš einbżlishśs. Allt er hśsiš og umhverfi žess hiš glęsilegasta aš sjį og hefur lķkast til veriš haldiš vel viš haldiš žessi 255 įr sem žaš hefur stašiš. Hśsiš er klįrlega meš allra elstu ķbśšarhśsum landsins- gott ef ekki žaš elsta. Įsamt nokkrum öšrum stórglęsilegum hśsum, žar af fjórum yfir 220 įra, myndar žaš žessu skemmtilegu og sögulegu heild sem Nešstikaupstašur er. Eins og oft er meš svona gamlar hśsatorfur eru žau fį oršin eftir sem enn standa og gildi hśsanna žvķ mikiš. Nś er Byggšasafn Vestfjarša (tengill hér aš nešan ķ heimildaskrį) meš höfušstöšvar ķ Nešstakaupstaš. Žessi mynd er tekin 12.jślķ 2012.

Heimildir:

Byggšasafn Vestfjarša (įn įrs). Heimasķša. Slóšin: http://www.nedsti.is/ 

Hjörleifur Stefįnsson, Kjell H. Halvorsen, Magnśs Skślason (2003). Af norskum rótum- gömul timburhśs į Ķslandi. Reykjavķk: Mįl og Menning.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson
Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.
Maķ 2015
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nżjustu myndir

 • P4060008
 • adalstraeti-excel
 • adalstraeti-excel
 • spitalavegur excel
 • P4230009

Heimsóknir

Flettingar

 • Ķ dag (5.5.): 15
 • Sl. sólarhring: 123
 • Sl. viku: 1114
 • Frį upphafi: 120927

Annaš

 • Innlit ķ dag: 10
 • Innlit sl. viku: 329
 • Gestir ķ dag: 10
 • IP-tölur ķ dag: 10

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband