Hús dagsins: Möðruvallastræti 2

Ofan Eyrarlandsvegar liggur Möðruvallastræti, sem er ívið yngri gata, byggð að mestu á seinni hluta 4. og 5.áratug 20.aldar. P2230069En á myndaferð um Eyrarlandsveginn þann 24.febrúar sl.  ákvað ég að smella af einni í Möðruvallastræti af 78 ára gömlu steinhúsi eftir Sveinbjörn Jónsson, nánar tiltekið Möðruvallastræti 2. Einkennandi fyrir húsin við Eyrarlandsveg sem ég hef birt hér á síðunni síðastliðnar vikur eru stórbrotnar línur og skraut t.d. bogadregnir þakkantar í anda Jugend-stíls og svalahandrið setja  skemmtilegan svip á mörg þeirra.

En Möðruvallastræti 2 dregur dám af Fúnkís stefnunni sem hóf innreið sína uppúr 1930, þar sem allt skraut og prjál var skorið niður og form og útlit skyldi vera sem einfaldast. Möðruvallastræti 2 teiknaði og byggði Sveinbjörn Jónasson  árið 1935. Húsið er nokkuð dæmigert fyrir fúnkísstílinn, grunnflötur byggist á þremur ferningslaga álmum og þak flatt eða allavega þakkantur. Húsið er byggt á pöllum eins og kallað er, þ.e. kjallari er undir norðurálmu en ekki þeirri syðri og er hún því eiginlega hálfri hæð lægri. Það hefur ævinlega vafist fyrir mér hvernig skilgreini beri hús sem byggð eru á pöllum sem einlyft eða tvílyft o.s.frv. Gluggar eru einfaldir og engir eiginlegir póstar og horngluggar sem snúa til suðurs en slíkir gluggar eru eitt megineinkenna fúnkíshúsa.  Fyrsti eigandi hússins og verkkaupi Sveinbjarnar við byggingu hússins var Helgi Skúlason augnlæknir En húsið er teiknað og byggt sem einbýlishús og er enn í dag og ef marka má teikningar Sveinbjarnar (Friðrik, Halldór og Magnús 1996:92) er húsið að mestu í upprunalegu horfi að utan en þó er sólskáli eða glerbygging á þekju suðurálmu seinni tíma viðbygging. Húsið er í góðu standi og lóðin umhverfis vel gróin m.a."verklegum" birki- og reynitrjám. Sveinbjörn hafði árið 1935 teiknað og byggt tugi húsa á Akureyri og víðar af ýmsum stærðum og gerðum en einkenni flestra þeirra var þó þetta "hefbundna" ein eða tvær hæðir og hátt ris. Hann teiknaði á þessum árum (fyrstu árum 4.áratugarins) nokkur hús undir þessari "nýjustu tísku", Fúnkís stefnu en í ævisögu hans kemur fram að hann hafi fljótt gerst fráhverfur henni (Friðrik, Halldór og Magnús 1996: 94). Sem fyrr segir er myndin tekin þann 24.febrúar 2013.

Heimildir: Friðrik Olgeirsson, Halldór Reynisson, Magnús Guðmundsson. 1996. Byggingameistari í stein og stál. Reykjavík: Fjölvi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 89
  • Sl. sólarhring: 90
  • Sl. viku: 565
  • Frá upphafi: 417786

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 362
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband