Hús dagsins: Aðalstræti 24

Aðalstræti 24 reistu þeir Páll J. Árdal skólastjóri og ritstjóri og Guðbjörn Björnsson árið 1903. P2090052Sá síðarnefndi var húsasmíðameistari og þremur árum seinna stýrði hann byggingu eins mesta stórhýsis Akureyrar á þeim tíma, Samkomuhúsinu við Hafnarstræti 57 og á sama tíma vann hann einnig við byggingu Spítalavegar 15. Þannig að sumarið og haustið 1906 hefur líkast til verið nóg að gera Guðbirni Björnssyni! En Páll og Guðbjörn byggðu fljótlega (1905) við húsið aftantil og norðan við, og er það bakhús í hvarfi á þessari mynd. Húsið er því tvær álmur, framhús er tvílyft með lágu risi á meðalháum kjallara en bakhús er einlyft með skúrþaki (aflíðandi hallandi þaki) á háum kjallara. Bakhús var upprunalega reist sem geymsla en breytt í íbúð árið 1917. Árið 1922 er byggt við húsið aftan til og þá við suðurgafl, tvílyft bygging jafnhá framhúsi. Nú eru í húsinu að ég held þrjár íbúðir tvær á hvorri hæð og ein í bakbyggingu. Húsið er í endurbótum, ekki mörg ár síðan skipt var um klæðningu að hluta og málað og gluggar hafa verið endurnýjaðir og á örugglega enn eftir að auka á glæsileika þessa  látlausa 110 ára gamla timburhúss. Þessi mynd er tekin 9.feb. 2013.

Heimildir: Hjörleifur Stefánsson (1986) Akureyri: Fjaran og Innbærinn byggingarsaga. Reykjavík: Torfusamtökin.

 Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 114
  • Sl. sólarhring: 187
  • Sl. viku: 723
  • Frá upphafi: 419814

Annað

  • Innlit í dag: 92
  • Innlit sl. viku: 580
  • Gestir í dag: 90
  • IP-tölur í dag: 88

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband