Hús dagsins: Aðalstræti 72

Funkisstíllinn ruddi sér til rúms hér á landi uppúr 1930 og mikið var byggt undir þeim áhrifum eftir 1935 , á heimstyrjaldarárunum seinni og eftir. P6240011Elstu húsin undir þeim stíl á Akureyri eru sennilega tvö tvílyft steinsteypuhús sunnarlega í Aðalstræti en þau eru eftir Sveinbjörn Jónsson og teiknaði hann þau 1933. Sveinbjörn mun seinna hafa gerst fráhverfur Funkisstílnum enda hentar þessi byggingargerð þar sem einkennandi eru horngluggar og flöt þök e.t.v. ekki endilega íslenskum aðstæðum.

Þetta mun vera þriðja húsið á þessari lóð en upprunalega stóð þarna torfbær, byggður 1857 af Jens Stæhr en 1873 reisti Bjarni Jónsson snikkari timburhús þarna en hann var afi Soffíu Jóhannesdóttur, sem reisti núverandi hús. Soffía lét rífa timburhúsið sem Bjarni byggði 60 árum áður og byggði þarna núverandi hús árið 1933, sem áður segir eftir teikningum Sveinbjarnar Jónssonar. Það er tvílyft steinsteypuhús með flötu þaki og á lágu þaki. Hvort þakið er alveg marflatt efast ég um, líkast til er einhver halli á því á bakvið þakkantana. Mikil forstofubygging er framan á húsinu og ofan á henni svalir með tveimur útgöngum. En grunnflötur er h.u.b. ferningslaga og framhlið samhverf þ.e. hægri hlið er spegilmynd vinstri hliðar og hringlaga gluggi er fyrir miðjum spegilás. Húsið er einstaklega glæsilegt að sjá og virðist frá upphafi vandað og vel viðhaldið alla tíð. Sérstæð gluggaskipan gefa húsinu sinn sérstaka svip sem og tveir voldugir reykháfar. Umhverfi hússins er einnig mjög glæsilegt og í góðri hirðu, húsið stendur nokkuð inn á lóðinni líkt og mörg hús á þessu svæði en þessar lóðir, fremst í Aðalstræti, eru geysi víðlendar margar hverjar. Þessi mynd er tekin 24.júní 2013.

Heimildir: Steindór Steindórsson (1993): Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.

Friðrik G. Olgeirsson, Halldór Reynisson og Magnús Guðmundsson. 1996. Byggingameistari í stein og stál; saga Sveinbjarnar Jónssonar í Ofnasmiðjunni 1896-1982. Reykjavík: Fjölvi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_0685
  • IMG_0776
  • P5150358
  • IMG_0082
  • IMG_0081

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 190
  • Sl. viku: 534
  • Frá upphafi: 419476

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 434
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband