Hús dagsins: Norðurgata 15

Ég held mig enn við Norðurgötuna líkt og síðustu vikur en hér á þessari mynd má sjá Norðurgötu 15.PC020055 Húsið er byggt árið 1902 af þeim Páli Jónssyni og Brynjólfi Jónssyni. Það fylgir svo ekki sögunni hvort þeir voru bræður. Það var þá frá upphafi parhús sem skiptist í miðju og hefur haldist svo alla tíð, utan að miðja hússins hefur hliðrast til suðurs með viðbyggingum þannig að nú er suðurhluti stærri. Húsið er tvílyft timburhús á  háum steyptum kjallara og með lágu risi. Krosspóstar eru í flestum gluggum og er húsið klætt steinblikki. Þá klæðningu hefur húsið líkast til fengið á 2. eða 3. áratug 20.aldar en þá hóf Gunnar Guðlaugsson, húsasmiður í Lundargötu að flytja þetta inn frá Bandaríkjunum.  Byggt var við húsið til suðurs árið 1945 en sú viðbygging var einlyft bygging með steyptum gafli og flötu þaki. Í Oddeyrarbók Guðnýjar Gerðar og Hjörleifs (1995) er sú bygging talin til lýta en árin 2001-02 var byggð hæð ofan á viðbygginguna og húsið því allt orðið tvílyft. Húsið er þó nokkuð líkt þarnæsta húsi neðan við, Norðurgötu 11 (sjá neðri mynd) og í einhverri sögugöngu um Oddeyrina var einhver að velta fyrir sér hvort um "systurhús" væri að ræða. Svo er raunar alls ekki, hús númer 11 er miklu eldra (byggt 1880) og er auk þess þó nokkuð breytt frá upphafi. Ég gæti ímyndað mér að þessi hús hafi líkst hvað mest hvoru öðru milli 1923-45, eftir að byggt var við N-11 til norðurs og áður byggt var við þetta hús til suðurs en þá hafa þau sennilega verið svipuð á lengdina, bæði klædd steinblikki og með krosspóstum.  Meðal fjölmargra sem átt hafa heima í þessu húsi er Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur en hann mun hafa búið þarna um tíma á yngri árum.  Sem áður segir er húsið frá upphafi parhús, skipt í miðju en vel gæti ég trúað að íbúðir hafi verið fleiri en tvær, enda húsið nokkuð stórt og rúmgott. Síðustu áratugi hefur verið ein íbúð í hvorum hluta. Húsið lítur mjög vel út og er í góðu standi og eftir að efri hæðin var lengd ofan á viðbygginga lítur það enn betur út en áður. Lóðin er nokkuð stór á mælikvarða elsta hluta Oddeyrarinnar og vel gróin og smekkleg. Myndin hér að ofan er tekin 2.12. 2013 en myndin að neðan af Norðurgötu 11 er frá sumrinu 2006, nánar tiltekið 5.júní.

P6050018

Heimildir: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 161
  • Sl. viku: 745
  • Frá upphafi: 419881

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 587
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband