Hús dagsins: Norðurgata 2b

Umfjölluninni minni um Norðurgötuna lýkur á bakhúsinu á lóðinni við númer 2. Þetta látlausa hús á sér mikla sögu og hefur hýst ýmsa starfsemi en í bók Guðnýjar Gerðar og Hjörleifs um Oddeyrina segir að húsið hafi reist Sófanías Baldvinsson árið 1911. P1300054Hvort húsið var reist sem íbúðarhús eða undir aðra starfsemi fylgir ekki sögunni en húsið er einlyft steinsteypuhús með háu portbyggðu og tiltölulega aflíðandi risi. Þverpóstar eru í gluggum og bakatil er húsið sambyggt ýmsum seinni tíma skúrbyggingum. Líklegt gæti einnig verið að húsið hafi verið reist sem gripahús en þarna hafa verið hýstir hestar og ýmsar skepnur. Ég hef ekki mörg ártöl á hraðbergi um þetta hús en hitt veit ég að ýmis starfsemi hefur verið í þessu húsi auk þess sem það hefur búið í því. Þarna var lengi vel reykhús og þetta mun einnig vera fyrsta aðsetur Ríkisútvarpsins á Akureyri en útvarpið keypti húsið 1979 og hafði þarna hljóðver um nokkurt árabil og kallaðist húsið þá Hljóðhúsið. Lionshreyfingin hafði þarna aðsetur um nokkurt árabil þar til framyfir 2000 og var húsið þá notað til funda og samkomuhalds. Húsið er í góðu standi og lætur ekki mikið yfir sér og ekki áberandi í götumynd Norðurgötunnar en er engu að síður stórmerkilegt og skemmtilegt hús. Þessi mynd er tekin 30. jan. 2014.

Heimildir: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri

+ Ýmsar munnlegar heimildir frá Oddeyringum og öðru góðu fólki í sögugöngum og á förnum vegi...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að þessu ;)

Ármann (IP-tala skráð) 11.2.2014 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 34
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 769
  • Frá upphafi: 420055

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 610
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband