Hús dagsins: Kaupangsstræti 10-12

Síðustu vikurnar hef ég einbeitt mér að Miðbæjarsvæðinu og næst eru það nokkur hús í Gilinu eða Grófargilinu eins og það heitir. Það hefur síðustu tvo áratugina gengið undir nafninu Listagil enda mikil uppbygging listasafna og listatengdrar starfsemi átt sér stað frá 1993. En gatan sem liggur upp Gilið heitir Kaupangsstræti.

P1180074

Ég hef þegar tekið fyrir byggingarklasan sunnanmegin í Gilinu en á móti, í húsi númer 10 er Listasafnið á Akureyri til húsa.  Húsið var byggt fyrir Mjólkursamlag KEA árin 1938-39  eftir teikningum Þóris Baldvinssonar og tekið í notkun árið 1939. Mjólkursamlag KEA  fluttist í húsið úr Kaupangsstræti 6.  en það hús var líkast til orðið allverulega þröngt fyrir starfsemina. Húsið er steinsteypt á fjórum hæðum og hefur verið oftsinnis verið breytt og bætt við það en stærst er sennilega viðbyggingin austan til upp við gilbrún sem tekin var í notkun 1950. Það bendir til þess að umsvif Mjólkursamlagsins hafi aukist hratt, að aðeins á innan við áratug var hún búin að sprengja utan af sér þetta mikla stórhýsi. Mjólkursamlagið var í þessari byggingu í rúm 40 ár eða til 1980 að það fluttist í nýja mjólkurstöð við Súluveg þar sem enn er samlag- undir merkjum MS. Brauðgerð KEA var á þriðju hæð hússins frá 1981 og til 1998 en Listasafn Akureyrar fluttist á aðra hæð um 1993. Aðrir hlutar hússins hafa síðustu tvo áratugina hýst ýmis gallerí; Samlagið, Boxið og í kjallara er sýningasalurinn Populus Tremula þar sem stundum eru haldnir tónleikar. Ég man eftir því um 1998-99 eftir að Brauðgerð KEA var lögð niður að uppi voru hugmyndir um að Skugga- Lakkrís verksmiðjan flyttist  í rýmið á þriðju hæð. Lakkrísverksmiðjan var að flytjast af Gleráreyrum en þá var verið að rýma verksmiðjuhúsin þar vegna nýbyggingar Glerártorgs. Það féll ekki í góðan jarðveg meðal Listasafns og annarra þeirra er nýttu þetta hús, enda var fyrirséð að þessi starfsemi færi ekki saman við menningarstarfsemi og væri öfugþróun miðað það sem verið hafði í Gilinu árin á undan. Það fór aldrei svo að lakkrísverksmiðjan kæmi hingað en handverksmiðstöðin Punkturinn- sem einnig hafði haft aðsetur á Gleráreyrum- fluttist í þetta rými. En líkt og aðrar byggingar í Gilinu hefur í Kaupangsstræti 10-12 alla tíð verið líf og fjör jafnvel þótt einhverjir hlutar hússins hafi um einhver tímabil staðið auðir.  Þessi mynd er tekin laugardaginn 18.janúar 2014.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 33
  • Sl. sólarhring: 47
  • Sl. viku: 768
  • Frá upphafi: 420054

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 609
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband