"HÚS DAGSINS" 5 ÁRA.

Hús dagsins: Norðurgata 17

Ég hef í nokkrar vikur birt myndir sem ég á af húsum á Akureyri og stutta umfjöllun um þau á Facebook. Hérna mun halda áfram með það. Eru þetta yfirleitt gömul hús á Oddeyri eða Innbænum en ég á orðið ágætis myndasafn af þeim. Heimildir um byggingarár og sögu húsanna eru fengnar úr öllum mögulegum bókum um byggingarsögu Akureyrar auk þess sem ég hef sótt a.m.k. eina sögugöngu Minjasafnsins um þessi eldri hverfi á hverju sumri síðan 1997.P6050029

Hús dagsins er Norðurgata 17, einnig kallað Steinhúsið eða Gamla Prentsmiðjan. Húsið er það eina á Akureyri sem hlaðið er úr blágrýti svipað og Alþingishúsið og Hegningarhúsið. Byggingarár mun vera 1880 og er þetta hús í 3.-4.sæti yfir elstu hús á Oddeyri. Í þessu húsi var lengst af starfandi prentsmiðja en ýmis önnur starfsemi hefur einnig verið stunduð í húsinu á 130 árum.

Ég minntist á að þetta væri 3.-4. elsta hús Oddeyrar. Sjálfsagt mál er að telja upp þau hús á Oddeyri sem teljast eldri en Steinhúsið. Norðurgata 11 er jafn gamalt (1880), Lundargata 2 (1879), Strandagata 27 (1876) og elst er Strandgata 49, Gránufélagshúsið, (1874).

Og þessar athugasemdir bárust:  

 Það verður eflaust gaman að fylgjast með framhaldinu hjá þér að kynna okkur gömlu húsin á Akureyri.Númi er höfuðborgarbúi,en hefir flakkað mikið til norðurlands,er hálfur þingeyingur.Ég fór í göngutúr um gamla hluta Akureyrar í fyrra í fyrsta sinn,og þvílíkar gersema gamalla húsa sem þið eigið á Akureyri,og gaman að sjá hve mörg  hafa verið vel gerð upp.Hafðu þökk fyrir þetta framtak þitt.

Númi (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 11:02

2identicon

Þakka viðbrögðin og hrósið. Mun setja inn fleiri myndir og umfjallanir á komandi dögum og vikum...  

Arnór B.H. (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 14:51

3identicon

Schnilld maður... þetta blogg fer í internethringinn minn =)

Mummi (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 14:00

4Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

 

Magnað :-)

Arnór Bliki Hallmundsson, 26.6.2009 kl. 15:42

5identicon

 

Glæsilegt Arnór, glæsilegt!

Mjög fróðlegar greinar, ég hef mikinn áhuga á að lesa fleiri svona eftir þig.

Ég á eftir að kíkja oft við hérna yfir hádegiskaffibollanum mínum!

Jens (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 12:51


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 8
  • Sl. sólarhring: 86
  • Sl. viku: 425
  • Frá upphafi: 417794

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 238
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband