Hús dagsins: Aðalstræti 19; Sæmundsenshús.

Aðalstræti 19 reistu þeir Sigtryggur Jóhannesson og Jónas Gunnarsson fyrir Sigurð Hjörleifsson Kvaran lækni árið 1905.P6190010 Þau árin voru þeir í óða önn að byggja húsaröðina númer 33-41 við Hafnarstræti og tveimur árum áður höfðu þeir reist Aðalstræti 15 en það er mjög svipað Aðalstræti 19 að gerð. Húsið er tvílyft timburhús á lágum steinsteyptum kjallara og með lágu valmaþaki.  Húsið er bárujárnsklætt en fram til um 1935 mun hafa verið lárétt borðaklæðning á húsinu með láréttum skrautböndum. Krosspóstar eru í gluggum. Tvær útbyggingar eru aftan á húsinu, önnur lítil, trapisulaga en önnur stærri, líklega stigahús. Húsið er plankabyggt en það er hlaðið úr plönkum 3ja tommu þykkum og 7 tommu háum. Sigurður átti húsið í rúman áratug eða til 1917 og hafði læknastofu og biðstofu í vesturenda neðri hæðar en bjó á efri hæðinni. Þó var svefnherbergi læknishjónanna á neðri hæðinni- innaf læknastofunni ! Sigurður ritstýrði einnig blaðinu Norðurlandinu meðan hann bjó í húsinu og var þá skrifstofa blaðsins hér einnig. Húsið var lengi kallað Sæmundsenshús eftir Pétri j. Sæmundsen, en hann bjó hér eftir að tengdasonur hans, Hallgrímur Davíðsson keypti húsið af Sigurði árið 1917. 

P6190012

Húsið hefur ekki skipt oft um eigendur því árið 1986 áttu börn Hallgríms, Margrét og Pétur húsið. Þá hafði húsið verið í tæp 70 ár í eigu sömu fjölskyldu. Nú eru tvær íbúðir í húsinu, hvor á sinni og hefur svo verið um áratugaskeið. Húsið virðist í góðu standi og lóð og er vel hirt. Undir suðurvegg  hússins stendur mikið stórt og verklegt lerkitré, sem ég gæti ímyndað mér að sé eitt hið stærsta sinnar tegundar á Akureyri. Ég gæti trúað að tréð sé á bilinu 15-18 metrar á hæð. Myndirnar af Aðalstræti 19 eru teknar 19.júní 2014.

 

 

 

 

Á þessari mynd sem tekin er til norðurs  má sjá lerkitréð mikla við suðurvegg Aðalstrætis 19.  

P6190011

Heimildir: Hjörleifur Stefánsson (1986) Akureyri: Fjaran og Innbærinn byggingarsaga. Reykjavík: Torfusamtökin.

Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 413
  • Frá upphafi: 420113

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 303
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband