Hús dagsins: Fróðasund 9

Fróðasund er stutt þvergata á suðvestanverðri Oddeyrinni. P9080003Hún sker Lundargötuna og en nær ekki að öðrum götum, en mörk neðstu lóðanna liggja við lóðirnar við Norðurgötu 15 og 17. Aðeins sex hús teljast standa við götuna og eitt þeirra er þetta virðulega steinsteypuhús, Fróðasund 9. Húsið stendur á horni götunnar og Lundargötu og snýr framhlið þess að síðarnefndu götunni. Húsið reisti Sigurgeir Jónsson árið 1929 eftir teikningum Halldórs Halldórssonar byggingarfulltrúa. Það er einlyft steinsteypuhús með háu risi og stendur á nokkuð háum kjallara. Stór miðjukvistur er á framhlið og annar kvistur á bakhlið. Helsta breyting á húsinu að utanverðu frá upphafi mun sú að árið 1981 var sá kvistur stækkaður. Gluggapóstar eru einfaldir að gerð. Húsið var byggt sem einbýlishús og hefur líkast til alla tíð verið. Á lóðinni stendur einnig lítill garðskúr með valmaþaki. Ekki er mér kunnugt um byggingarár þessa skúrs en hann hafur alltént staðið þarna í áratugi. Einhvern tíma skildist mér að krakkar úr hverfinu hafi staðið fyrir einhverskonar blóma- eða dótasjoppu þarna. Húsið og umhverfi þess er í góðri hirðu og lítur vel út og er húsið talið hafa varðveislugildi (Guðný Gerður og Hjörleifur 1995). Áberandi er stórt tré á norðvesturhorni lóðarinnar sem mér sýnist að geti verið silfurreynir (Sorbus intermedia). Þessi mynd er tekin í morgunsólinni sl. mánudag þann 8.september 2014.

Heimildir: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson. (1995). Oddeyri; húsakönnun. Akureyri: Minjasafnið á Akureyri.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 12
  • Sl. sólarhring: 88
  • Sl. viku: 429
  • Frá upphafi: 417798

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 240
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband