Hús dagsins: Gránufélagsgata 19

Líkt og hús síðustu færslu, Fróðasund 4, stendur húsið hér á myndinni einungis nokkra metra frá Þjóðvegi 1 gegn um Akureyri, þ.e. Glerárgötu. P9080006Efst við þann hluta Gránufélagsgötunnar sem liggur neðan Glerárgötunnar stendur þetta hús, Gránufélagsgata 19. Húsið reisti Jónasína Þorsteinsdóttir árið 1925 eftir teikningum Halldórs Halldórssonar, en hann teiknaði þó nokkur hús á Eyrinni á fyrri hluta 20.aldar. Gránufélagsgata 19 er tvílyft steinsteypuhús með lágu og aflíðandi risi og stendur á háum kjallara. Inngangur er á austurgafli og þar eru steyptar tröppur en á bakhlið- sem snýr í norður- er mjó tvílyft útbygging- stigahús eða inngönguskúr. Örlítil áhrif frá sk. jugend stíl sjást á húsinu en það eru bogadregnir toppar á stöfnum. Í gluggum eru krosspóstar. Það var ekki óalgengt á frumbýlingsárum steinsteypunnar að steinhús líktu eftir þeim algengustu svipmótum, sem tíðkast höfðu í timburhúsum. Gránufélagsgata 19 er þar ekki undantekning en það er í sjálfu sér ekki ósvipað í laginu og húsin Lundargata 15 og Norðurgata 11 í næsta nágrenni.  Gránufélagsgata 19 virðist traustlegt og glæsilegt hús að upplagi. Í því eru tvær íbúðir hvor á sinni hæð en geymslur í kjallara. Guðný Gerður og Hjörleifur (1995) meta það sem svo að húsið hafi varðveislugildi en það felst í nálægð hússins við Lundargötuna.  Þessi mynd er tekin þann 8.sept. 2014.

Heimildir: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri; húsakönnun. Akureyri: Minjasafnið á Akureyri.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 17
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 434
  • Frá upphafi: 417803

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 245
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband