Hús dagsins: Eiðsvallagata 30

Eiðsvallagata liggur sunnarlega á Eyrinni, samsíða Gránufélagsgötu og Strandgötu. Hún liggur austur- vestur milli Hjalteyrargötu og Glerárgötu en ekki er keyrt inn í götuna frá hvorugum þeim götum. Neðarlega við götuna á horninu við Hríseyjargötu stendur Eiðsvallagata 30. 

P1120041

  Húsið reisti Stefán Guðjónsson árið 1931 eftir teikningum Halldórs Halldórssonar byggingarfulltrúa.Eiðsvallagata 30 er tvílyft steinsteypuhús með háu risi. Krosspóstar eru í gluggum og járn á þaki. Húsið hefur líkast til verið einbýlishús í fyrstu en þar bjuggu þau Stefán og kona hans, Benedikta Sigvaldadóttir ásamt börnum sínum. Sonur þeirra var Hreiðar kennari og rithöfundur en hann er eflaust þekktastur fyrir Öddu-bækurnar sem hann skrifaði ásamt konu sinni, Jennu Jensdóttur. Þau starfræktu árin 1942-1963 barnaskóla sem kallaðist Hreiðarsskóli eða smábarnaskólinn. Í einhverri sögugöngu um Oddeyrina heyrði ég af því að skólahaldi hafi fyrstu árin verið hér, á heimili Hreiðars en lengst af var Hreiðarsskóli starfræktur ofarlega í Gránufélagsgötu, í húsi sem nú er horfið. Að öðru leiti hefur húsið verið íbúðarhús en einhvers staðar heyrði ég að á neðri hæð hafi um tíma verið vélsmiðja eða verkstæði á neðri hæð og um tíma vélskóli. Húsið virðist nánast  óbreytt að utanverðu frá fyrstu gerðog gluggaskipan er sú sama og á upprunalegum teikningum. Nú eru í húsinu tvær íbúðir, hvor á sinni hæð. Þessi mynd er tekin 12.janúar 2013.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 20
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 624
  • Frá upphafi: 420097

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 472
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband