Hús dagsins: Eiðsvallagata 8

Eiðsvallagötu 8 reisti Haraldur Jónsson kaupmaður árið 1943 eftir teikningum PA310020Tryggva Jónatanssonar. Húsið stendur á horni götunnar og Lundargötu, sem þá þegar var orðin gömul og rótgróin gata á Eyrinni. Ekki þykir mér ólíklegt að um sama Harald Jónsson sé að ræða og reisti húsið á móti, Eiðsvallagötu 6 fjórum árum síðar. Eiðsvallagata 8 er tvílyft steinsteypuhús með valmaþaki og stendur það á kjallara. Aðaldyr hússins eru á vesturhlið sem snýr að Lundargötu en á húsinu eru horngluggar sem snúa í vestur og suður en slíkir gluggar eru ein helstu einkenni Funkisstefnunar hérlendis en Tryggvi Jónatansson teiknaði mörg slík hús. Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús með tveimur íbúðum, hvor á sinni hæð og er húsið líkast til lítt breytt frá fyrstu gerð a.m.k. á ytra byrði. Þessi mynd er tekin 31.okt. 2014.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 20
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 437
  • Frá upphafi: 417806

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 246
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband