Hús dagsins: Norðurgata 30

Árni Valdimarsson og Sigurgeir Jónsson reistu Norðurgötu 30 árið 1923. P1010013Um var að ræða tveggja hæða timburhús með lágu risi og með á lágu kjallara en steinsteyptur skúr á norðausturhorni. Ekki er ósennilegt að húsið hafi verið klætt steinblikki frá upphafi en sú klæðning var á húsinu a.m.k. fram á 10.áratug 20.aldar. Það fylgir ekki sögunni en líklegt þykir mér að þeir hafi búið með fjölskyldum sínum hvor á sinni hæð. Það er hins vegar alls ekki sjálfgefið þó að tveir menn hafi reist tveggja hæða hús að þeir hafi haft íbúðir sínar á hvorri hæð. Allt eins geta menn í tilfelli sem þessu hafa deilt annarri hæðinni og haft einhverja starfsemi á hinni. Á fyrstu áratugum 20.aldar tíðkaðist auk þess að margar fjölskyldur bjuggu kannski á einni hæð húsa, sem voru ekki stærri en Norðurgata 30 að grunnfleti. Á bakhlið hússins á norðausturhorni er forstofubygging með hallandi skúrþaki og einnig stendur geymsluskúr á lóðinni. í húsinu voru lengst af tvær íbúðir. Á árunum eftir 1990 voru gerðar miklar endurbætur á húsinu, bæði að utan sem innan og nú er húsið klætt láréttum panelborðum og nýlegir sexrúðupóstar í gluggum. Er húsið því allt sem nýtt og hið stórglæsilegasta að sjá. Nú er ein íbúð í húsinu. Þessi mynd er tekin 1.jan. 2015.

Heimildir: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • P8291011
  • IMG 1478
  • IMG 1480
  • IMG 1476
  • IMG 1479

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 14
  • Sl. sólarhring: 96
  • Sl. viku: 763
  • Frá upphafi: 417045

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 513
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband