Hús dagsins: Norðurgata 35

Í maí 1939 fékk Sigurbjörn Friðriksson, vörubílsstjóri hjá Rafveitu Akureyrar, leyfi til að reisa hús við Norðurgötu 35. P1040006 Það skyldi vera tveggja hæða, efri hæð úr r-steini en neðri hæð steinsteypt, húsið kjallaralaust og timburgólf milli hæða. Teikningar gerði Aðalsteinn Þórarinsson. En húsið er tvílyft steinsteypuhús með lágu risi en einlyft viðbygging er á vesturhlið og við norðurmörk lóðar. Bárujárn er á þaki og þverpóstar í gluggum. Gluggasetning er nokkuð hefðbundin og regluleg, þrír gluggar á efri hæð en inngangur á miðri framhlið og gluggi sitt hvoru megin við hann og tveir gluggar á hvorri hæð á stöfnum. Þá er einnig bílskúr á norðurmörkum, sem er sambyggður skúr við næsta hús norðan við, nr. 37. Ein íbúð er í húsinu en gætu hafa verið tvær áður. Samkvæmt Oddeyrarbókinni góðu telst húsið hafa varðveislugildi sem hluti af þeirri heild sem húsaröðin við Norðurgötu. Húsið er í frábæru standi og lítur vel út og sömu sögu er að segja um lóð og næsta umhverfi sem hefur á síðustu árum hlotið mikla yfirhalningu sem sómi er af. Þessi mynd er tekin þann 4.janúar 2015.

Heimildir:  Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar: Fundargerðir 1935-40 nr 835, 23.maí 1939.

Manntal á Akureyri 1940. Bæði þessi rit eru óútgefin, en eru varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 412
  • Frá upphafi: 420112

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 302
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband