Hús dagsins: Norðurgata 38

Norðurgötu 38 reistu Jón Sigurðsson og Rannveig Sigurðardóttir árið 1929 eftir teikningum Halldórs Halldórssonar. P1040003Í Manntali 1930 sést að í húsinu eru tvær íbúðir í húsinu en þá búa þar áðurnefnd Jón og Rannveig ásamt fjórum börnum sínum og Júlíus Júlíusson og Margrét Sigtryggsdóttir ásamt fimm börnum. Þá eru skráðir í húsinu tveir leigjendur þannig að alls bjuggu hér alls 15 manns. Þess má geta að síðan hefur verið byggt við og húsið og það stækkað verulega ! Húsið hefur um nokkurt árabil verið útvörður byggðarinnar á Eyrinni í norðri en næstu hús norðan við voru ekki reist fyrr en eftir 1940. En Norðurgata 38 er tvílyft steinsteypuhús með háu risi og stórum kvistum. Þá er einnig tvílyft viðbygging austan á húsinu og er hún með lágu risi. Krosspóstar eru í gluggum en stór “stofugluggi” er á suðurhlið viðbyggingar. Þá er einnig lítill inngönguskúr á norðurstafni. Fyrst var húsinu breytt verulega árið 1964 en þá var viðbyggingin aftan til reist en árið 1986 voru kvistirnir stóru settir á þakið. Kvistirnir setja mikinn svip á húsið, en þeir eru af þeirri gerð sem ég hef stundum heyrt kallaða “Hafnarfjarðarkvisti”. Húsið er nokkuð dæmigert steinhús frá 3.áratug síðustu aldar og lítur vel út; virðist í góðu standi. Það er svipað gerðar og Norðurgata 36 hvað varðar hæð og byggingarlag og sömu sögu má segja um næsta “par” sunnan við. Þessi hús gefa götumyndinni skemmtilegan svip. Myndin er tekin 4.jan. 2015.

 Heimildir: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • P8291011
  • IMG 1478
  • IMG 1480
  • IMG 1476
  • IMG 1479

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 89
  • Sl. viku: 750
  • Frá upphafi: 417032

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 505
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband