Hús dagsins: Ránargata 1

Ránargata er vestust og elst þvergatnanna sem liggja út frá Eiðsvallagötu en liggur samsíða Norðurgötu alla leið upp að Grenivöllum. Gatan tók að byggjast á 4.áratug 20.aldar og fyrstu byggingarleyfin vegna húsa við Ránargötu voru gefin út 1930. Í Manntali 1930 eru hinsvegar engir íbúar skráðir við götuna. Gatan er að mestu byggð á aldarfjórðungnum 1930-55, yngri húsin ofar. Eyrarvegur sker götuna og hef ég ákveðið að sú gata verði markalína umfjöllunarinnar hér.

 P1310001

Steingrímur Eggertsson og Kristján Kristjánsson fengu byggingarleyfið haustið 1930 og ári síðar reistu þeir húsið, en teikningarnar gerði Halldór Halldórsson. Húsið er tvílyft steinsteypuhús með lágu risi, ekki ósvipað mörgum húsum í nágrenninu. Ef húsbyggingarsaga þessa svæðis er skoðuð virðist sem mikið hafi verið byggt árin 1930 og 31, en mun minna næstu árin á eftir. ATH. Þessi fullyrðing er einungis byggð á fljótlegum ályktunum höfundar en ekki studd neinni rannsókn og ber að taka með þeim fyrirvara. Fyrstu árin var einnar hæðar útbygging að norðan en árið 1934 var byggð hæð ofan á hana og húsið væntanlega þá fengið lag sem það nú hefur. Lítil viðbygging var einnig reist vestan megin enn seinna. Sexskiptir eða “tvíbreiðir” krosspóstar eru í gluggum hússins. Húsið er reist sem íbúðarhús, en sennilega var flutt inn í það eftir áramótin 1931 því enginn íbúi er skráður í húsinu 1.desember 1930- frekar en í nokkru húsi við Ránargötuna. Upprunalega voru tvær íbúðir í húsinu, hvor á sinni hæð og skiptust þær í eldhús, dagstofu og tvö herbergi sem skrifuð er “Sv.st.” á teikningum og geri ég ráð fyrir að það standi fyrir “svefnstofa”. Ránargata 1 er skemmtilegt, einfalt og látlaust hús. Það sem helst setur svip sinn á húsið er m.a. snoturt dyraskýli á ofan við framdyr. Myndin er tekin í vetrarsólinni laugardaginn 31.janúar 2015.

Heimildir:  Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar: Fundargerðir 1930-35.

Manntal á Akureyri 1930. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • P8291011
  • IMG 1478
  • IMG 1480
  • IMG 1476
  • IMG 1479

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 95
  • Sl. viku: 750
  • Frá upphafi: 417032

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 505
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband