Hús dagsins: Ránargata 3

Í síðustu færslu tók ég fyrir Ránargötu 1. Númer 2 fjallaði ég um fyrir rúmum tveimur
árum ásamt Eiðsvallagötu 7 og því færi ég mig að næsta húsi, þ.e. Ránargötu 3. P1310002

Ránargötu 3 reisti Soffía Sigurðardóttir árið 1931 eftir teikningum Halldórs Halldórssonar. Húsið er tvílyft steinsteypuhús með háu risi og miðjukvisti á bakhlið. Gluggar eru með einföldum lóðréttum póstum, en bárujárn er á þaki. Gert er ráð fyrir svölum út frá miðjukvisti á bakhlið. Upprunalega og lengst af var húsið tvíbýlishús, voru þá íbúðir á neðri hæð annars vegar og efri hæð og risi hins vegar. Að ytra byrði er húsið að mestu leyti óbreytt frá upphafi.  Gluggum hefur þó verið breytt, enda þekktust póstar af þeirri gerð sem nú eru í húsinu ekki árið 1931. Kvistur kom mjög snemma á húsið en leyfi fyrir honum var gefið út í ársbyrjun 1932, hugsanlega meðan húsið var enn í byggingu eða fokhelt. Húsið var allt "tekið í gegn" um 2007 en þá var því breytt úr tvíbýli í einbýlishús og nokkrar breytingar gerðar á innra skipulagi hússins. Því má draga þá ályktun að húsið sé allt eins og nýtt að innan en það er einnig vel út lítandi að utan. Ránargata 3 er einfalt og látlaust og gerð og fellur vel að götumyndinni. Það er í hópi elstu húsa við Ránargötuna. Þessar myndir er tekin síðasta dag janúarmánaðar 2015. Neðri myndin sýnir bakhlið hússins með kvistinum en sú hlið snýr að baklóð Norðurgötu 30. P1310006

 

 

 Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarbæjar. Fundargerðir 1930-35. ( Fundir dags 5.10.´31 og 11.1.´32.) Óútgefið, aðgengilegt á Héraðskjalasafninu á Akureyri.

Landupplýsingakerfi Akureyrarbæjar- sjá tengil hér í hliðarstiku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 89
  • Sl. sólarhring: 90
  • Sl. viku: 565
  • Frá upphafi: 417786

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 362
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband