Hús dagsins: Ránargata 5

Árið 1933 fékk Maron Sölvason leyfi til að byggja "íbúðarhús vestan Ránargötu, næst norðan við Soffíu Sigurðardóttur".P1310004 Húsið átti að vera 10 x 7,8 m timburhús, járnvarið á steinsteyptum kjallara með lágu risi og teiknaði Maron húsið sjálfur. Upprunalega hefur húsið ekki verið ósvipað að gerð og t.d. Norðurgata 37, sem er byggð sama ár en það hús er frá upphafi múrhúðað. Timburhús voru orðin heldur sjaldgæf á þessum árum enda steinsteypan í raun tekin við sem helsta byggingarefnið. Árið 1950 var byggt við húsið bakatil, var þar um að ræða einlyfta byggingu með skúrþaki en einnig var byggt á húsið hátt ris og mun húsið þá hafa fengið núverandi útlit. En Ránargata 5 er einlyft timburhús á háum steyptum kjallara og með háu risi. Veggir eru klæddir steinblikki en þak er klætt bárustáli en í gluggum eru breiðir, margskiptir krosspóstar. Húsið er til mikillar prýði í götumynd Ránargötu og er í góðu standi og sömu sögu er að segja um lóð og nánasta umhverfi. Ein íbúð er í húsinu. Myndin er tekin í vetrarsólinni þ. 31.janúar 2015.

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrarbæjar. Fundargerð nr. 708 dags. 22.sept 1933. Óútgefið, varðveitt á Héraðskjalasafninu á Akureyri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • P8291011
  • IMG 1478
  • IMG 1480
  • IMG 1476
  • IMG 1479

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 10
  • Sl. sólarhring: 94
  • Sl. viku: 759
  • Frá upphafi: 417041

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 509
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband