Hús dagsins: Ránargata 7

 Á Landupplýsinakerfi Akureyrarbæjar má finna uppdrátt Halldórs Halldórssonar dagsettan 22.febrúar 1934 að Ránargötu 7. P2080010Þar kemur hinsvegar ekki fram fyrir hvern er teiknað. Teikningarnar voru samþykktar 6.apríl 1934 og í skjölum Byggingarnefndar er bókað að Tryggvi Jónsson fái byggingarleyfi við Ránargötu skv. framanlögðum teikningum.   Ránargata 7 er tvílyft steinsteypuhús með háu risi. Á teikningum er að vísu talað um “stofuhæð” og kjallara þ.a. Kannski mætti allt eins kalla húsið einlyft á háum kjallara. Í stórum dráttum er húsið líkast til lítt breytt frá upprunalegri gerð. Gluggapóstum hefur að víus verið verið breytt, í þeim eru einfaldir þverpóstar en ekki virðist hafa verið byggt við húsið. Járn á þaki virðist nýlegt og á framhlið er þakgluggi. Húsið lítur vel út og er í góðu standi. Ein íbúð er í húsinu. Myndin er tekin 8.febrúar 2015.

 Heimildir eru að vanda fengnar úr Landupplýsingakerfi Akureyrarbæjar, sem vísað er í með tengli hér í færslunni og á hliðarstikunni. Af teikningunum les ég svo nöfn þeirra sem teiknað er fyrir en það er forsenda þess að finna byggingarleyfið. Því í Byggingarnefndarfundargerðunum er gatna og númera yfirleitt ekki getið heldur hver byggir og staðsetningu gjarnan lýst sem t.d. "sunnan við hús/lóð Jóns Jónssonar o.s.frv. vestan við Gunnugötu". Fundargerðir Byggingarnefndar eru varðveittar í mörgum bindi á Héraðsskjalasafninu og byggingarleyfi Tryggva Jónssonar  er getið í bindinu 1930-35, fundur nr. 718, dags. 6.apríl 1934.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 88
  • Sl. sólarhring: 89
  • Sl. viku: 564
  • Frá upphafi: 417785

Annað

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 361
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband