Hús dagsins: Ránargata 12

Þórður Snæbjarnarson reisti Ránargötu 12 árið 1946-47 eftir teikningum Guðmundar P2080008Gunnarssonar. Um er að ræða tvílyft steinsteypuhús með lágu valmaþaki undir áhrifum frá Funkis-stefnunni; grunnflötur hússins því sem næst ferningslaga og horngluggar á framhlið. Á suðurhlið er lítið útskot og í kverkinni milli þess og meginálmu hússins eru tröppur og inngangur á efri hæð. Sá inngangur er á miðri fyrstu hæð og því gengið upp tröppur innandyra á efri hæð. (Hvort þetta fyrirkomulag er hugsað til að spara snjómokstur með færri útitröppum skal ósagt látið hér.) Húsið virðist að mestu leyti óbreytt að ytra byrði miðað við upprunalegar teikningar. Þó hefur póstum verið skipt út þegar gluggar voru endurnýjaðir. Húsið lítur vel og er því greinilega vel við haldið. Það er eini fulltrúi Funkis-stefnunnar við Ránargötu neðan Eyrarvegar en fleiri ámóta hús eru ofar við götuna enda er sá hluti lítið eitt yngri. Tvær íbúðir eru í húsinu, hvor á sinni hæð og hefur verið svo frá upphafi. Þessi mynd er tekin 8.febrúar 2015.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • P8291011
  • IMG 1478
  • IMG 1480
  • IMG 1476
  • IMG 1479

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 7
  • Sl. sólarhring: 92
  • Sl. viku: 756
  • Frá upphafi: 417038

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 506
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband