Hús dagsins: Ægisgata 5

Ásmundur Elíasson kyndari á Lagarfossi og Valborg Ingimundardóttir reistu Ægisgötu 5 árið 1939.P2150015 Líkt og öll hús við Ægisgötuna sunnan Eyrarvegar er það byggt eftir teikningum Tryggva Jónatanssonar og hér er um að ræða sams konar hús og númer 3. Byggingarleyfi gerir ráð fyrir að grunnflötur hússins sé 8,80x7,20m eða um 64 fermetrar. Fljótlega byggði Ásmundur þó við húsið til norðvestur, lítið útskot sem á teikningum er sagt 3,7x2m. Teikningarnar eru dagsettar 24.júlí 1940 þannig byggingin hefur komið mjög fljótlega, 1-2 árum eftir byggingu hússins. Ægisgata 5 er einlyft steinsteypt einbýlishús með valmaþaki og horngluggum og einföldum lóðréttum gluggapóstum. Inngangar eru á miðjum austur og vesturhliðum. Líkt og gildir um flest hús í þessari röð er húsið að mestu óbreytt frá fyrstu gerð að ytra byrði. Ein íbúð er í húsinu. Myndin er tekin 15.2.2015.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar 1935-41. Fundargerð nr. 823 (19.sept. 1938). Óprentuð og óútgefin heimild, varðveitt á Héraðskjalasafninu á Akureyri.

Teikningar eru aðgengilegar á Landupplýsingakerfi Akureyrar (sjá tengil hér til hliðar). Þær veita oft greinargóðar heimildir um það í fyrsta lagi hver byggði húsin og í öðru lagi hvenær byggt var við þau. Þó má slá þann varnagla að ekki er endilega víst að bygging  hafi farið fram strax og teikningar komu- þó það sé almennt lang algengast. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 84
  • Sl. sólarhring: 87
  • Sl. viku: 560
  • Frá upphafi: 417781

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 357
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband